Íslenska kvennalandsliðið var á leiðinni til Englands í gær eftir æfingabúðir sínar í Þýskalandi. Fram undan er Evrópumótið og þá má náttúrulega ekkert klikka.
Íslenski hópurinn flaug í gær frá Nürnberg til Manchester og gekk allt vel. Það skipti líka miklu máli að það voru engin töskuvandræði hjá hópnum og allt skilaði sér eins og átti að gera.
Landsliðið ferðast með mikinn farangur og því var vissulega nóg af töskum til að fara á eitthvað flakk.
Íslenska liðið æfði í dag á æfingasvæði Crewe Alexandra og fyrsti leikur er síðan á sunnudaginn.