Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Bjarki Sigurðsson og Atli Ísleifsson skrifa 7. júlí 2022 07:23 Alls hafa rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. AP/Hollie Adams Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. Alls hafa því rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. Margir í þingliði Íhaldsmanna – sem hafa verið nánir stuðningsmenn Johnsons – hafa nú snúið baki við forsætisráðherranum, gagnrýnt stjórnunarhætti hans og hvatt til afsagnar, vegna skipunar hans á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns eftir að sá hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni. Þegar Johnson réði Pincher vissi hann af ásökununum gegn honum en Johnson hefur sagt að hann hafi séð eftir ráðningunni. Hann segist þó ætla sér að halda starfi sínu áfram enda hafi hann til þess skýrt umboð frá kjósendum. Johnson rak hinn þaulreynda ráðherra húsnæðismála, Michael Gove, úr embætti í gærkvöldi eftir að Gove hafði gagnrýnt Johnson og skorað á hann að segja af sér, en Johnsons bíður nú meðal annars það verkefni að skipa nýtt fólk í rúmlega tuttugu stöður í bresku ríkisstjórninni. Í gær sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að erfitt væri að sjá að Johnson myndi halda embætti sínu sem forsætisráðherra. Í samtali við fréttastofu sagði hann að djúpstæð vantrú og vantraust á forystu hans væri að brjótast fram. „Enn og aftur er forsætisráðherrann staðinn að því að vera missaga um mál og trúverðugleiki hans er einfaldlega kominn upp til umræðu,“ segir Eiríkur. Uppfært klukkan 7:56: Michelle Donelan, menntamálaráðherra, hefur einnig sagt af sér. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Alls hafa því rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. Margir í þingliði Íhaldsmanna – sem hafa verið nánir stuðningsmenn Johnsons – hafa nú snúið baki við forsætisráðherranum, gagnrýnt stjórnunarhætti hans og hvatt til afsagnar, vegna skipunar hans á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns eftir að sá hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni. Þegar Johnson réði Pincher vissi hann af ásökununum gegn honum en Johnson hefur sagt að hann hafi séð eftir ráðningunni. Hann segist þó ætla sér að halda starfi sínu áfram enda hafi hann til þess skýrt umboð frá kjósendum. Johnson rak hinn þaulreynda ráðherra húsnæðismála, Michael Gove, úr embætti í gærkvöldi eftir að Gove hafði gagnrýnt Johnson og skorað á hann að segja af sér, en Johnsons bíður nú meðal annars það verkefni að skipa nýtt fólk í rúmlega tuttugu stöður í bresku ríkisstjórninni. Í gær sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að erfitt væri að sjá að Johnson myndi halda embætti sínu sem forsætisráðherra. Í samtali við fréttastofu sagði hann að djúpstæð vantrú og vantraust á forystu hans væri að brjótast fram. „Enn og aftur er forsætisráðherrann staðinn að því að vera missaga um mál og trúverðugleiki hans er einfaldlega kominn upp til umræðu,“ segir Eiríkur. Uppfært klukkan 7:56: Michelle Donelan, menntamálaráðherra, hefur einnig sagt af sér.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira