Risasniglar setja heila sýslu í sóttkví Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2022 14:44 Afrískir risasniglar herja nú á Pasco-sýslu í Flórída og því er búið að setja sýsluna í sóttkví. Getty/Oleksandr Rupeta Pasco-sýsla í Flórída er komin í sóttkví vegna uppgötvunar á sístækkandi stofni afrískra risasnigla. Sniglarnir eru hættulegir vegna þess að þeir innihalda sníkjudýr sem getur valdið heilahimnubólgu í mönnum. Landbúnaðar- og neytendasvið Flórída-ríkis (FDACS) staðfesti á vefsíðu sinni að það væru afrískir risasniglar á svæðinu New Port Richey í Pasco-sýslu. Sniglarnir eru hættulegir mönnum af því þeir innihalda sníkjudýrið Angiostrangylus cantonensis, rottulungnaorm, sem getur valdið heilahimnubólgu, sagði Christina Chitty, upplýsingafulltrúi FDACS í viðtali við CNN. Að sögn Chitty er talið að sniglarnir komi frá ólöglegri gæludýraverslun en í Bandaríkjunum er ólöglegt að eiga afríska risasnigla sem gæludýr. Sleppi þeir út í náttúruna geti þeir verið fljótir að ná fótfestu, þar sem þeir geta nærst á meira en 500 plöntutegundum og jafnvel fengið kalk úr gifsi og málningu húsa. Þá er erfitt að hafa stjórn á þeim af því þeir geta verpt allt að 2.500 eggjum á ári. Sniglarnir eru harðgerir og geta nærst á yfir 500 plöntutegundum auk gifs og málningar. Þar að auki fjölga þeir sér hratt.Getty/Joe Raedle Sóttkvíin tók gildi 25. júní og kemur í veg fyrir að íbúar geti ferðast með snigla, plöntur eða jarðveg inn og út úr svæði sóttkvíarinnar. Hafi íbúar séð afrískan risasnigil eru þeir hvattir til að láta vita og varaðir við því að snerta sniglana án hanska af ótta við áhættuna af heilahimnubólgu. Að sögn Chitty, ætlar FDACS að eyða þremur árum í að útrýma stofni sniglana í Pasco-sýslu, með því að beita meindýraeitrinu metaldehýði á jarðveg. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Flórídabúar lenda í innrás risasnigla en árið 2011 uppgötvaðist stofn risasniglanna í Dade-sýslu í Miami en þá tók tíu ár að útrýma sniglunum endanlega. Íbúar eru varaðir við því að snerta sniglana með berum höndum og eru hvattir til að láta vita sjái þeir snigla. Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Landbúnaðar- og neytendasvið Flórída-ríkis (FDACS) staðfesti á vefsíðu sinni að það væru afrískir risasniglar á svæðinu New Port Richey í Pasco-sýslu. Sniglarnir eru hættulegir mönnum af því þeir innihalda sníkjudýrið Angiostrangylus cantonensis, rottulungnaorm, sem getur valdið heilahimnubólgu, sagði Christina Chitty, upplýsingafulltrúi FDACS í viðtali við CNN. Að sögn Chitty er talið að sniglarnir komi frá ólöglegri gæludýraverslun en í Bandaríkjunum er ólöglegt að eiga afríska risasnigla sem gæludýr. Sleppi þeir út í náttúruna geti þeir verið fljótir að ná fótfestu, þar sem þeir geta nærst á meira en 500 plöntutegundum og jafnvel fengið kalk úr gifsi og málningu húsa. Þá er erfitt að hafa stjórn á þeim af því þeir geta verpt allt að 2.500 eggjum á ári. Sniglarnir eru harðgerir og geta nærst á yfir 500 plöntutegundum auk gifs og málningar. Þar að auki fjölga þeir sér hratt.Getty/Joe Raedle Sóttkvíin tók gildi 25. júní og kemur í veg fyrir að íbúar geti ferðast með snigla, plöntur eða jarðveg inn og út úr svæði sóttkvíarinnar. Hafi íbúar séð afrískan risasnigil eru þeir hvattir til að láta vita og varaðir við því að snerta sniglana án hanska af ótta við áhættuna af heilahimnubólgu. Að sögn Chitty, ætlar FDACS að eyða þremur árum í að útrýma stofni sniglana í Pasco-sýslu, með því að beita meindýraeitrinu metaldehýði á jarðveg. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Flórídabúar lenda í innrás risasnigla en árið 2011 uppgötvaðist stofn risasniglanna í Dade-sýslu í Miami en þá tók tíu ár að útrýma sniglunum endanlega. Íbúar eru varaðir við því að snerta sniglana með berum höndum og eru hvattir til að láta vita sjái þeir snigla.
Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira