EM verður stærsti evrópski íþróttaviðburður kvenna frá upphafi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júlí 2022 08:00 Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld, en aldrei hafa fleiri miðar verið keyptir á mótið. Sebastian Gollnow/picture alliance via Getty Images Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst í dag þegar gestgjafar Englands taka á móti Austurríki á heimavelli Manchester United, Old Trafford. Búist er við rúmlega 70 þúsund áhorfendum á leikinn, en aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á EM kvenna. Alls hafa um 500 þúsund miðar verið seldir á mótið. Það er rúmlega tvöfalt meira en seldist af miðum á EM í Hollandi árið 2017, en þá mættu rétt rúmlega 240 þúsund áhorfendur á völlinn. Um 700 þúsund miðar voru settir í sölu fyrir mótið og því er enn svigrúm til að bæta vel í áhorfendatölur. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að halda miðaverði lágu til að laða sem flesta að mótinu, sérstaklega fjölskyldufólk. Miðaverð er frá fimm til fimmtíu pund og fjögurra manna fjölskylda getur mætt á völlinn fyrir svo lítið sem þrjátíu pund, eða tæpar fimm þúsund krónur. 🎟️ Nadine Kessler on #WEURO2022 ticket sales: "We're at 517,000 tickets now a day before the opening. Who would have thought that for a women's tournament? That's simply fantastic and shows how high our expectation is." pic.twitter.com/4CLjpddAVE— UEFA (@UEFA) July 5, 2022 Eins og áður segir fer opnunarleikur mótsins fram í kvöld þegar England og Austurríki eigast við á Old Trafford fyrir framan rúmlega 70 þúsund áhorfendur. Það verður fyrsti leikurinn af 31 sem spilaður verður á mótinu, en 16 lið munu berjast um Evrópumeistaratitilinn á „stærsta íþróttaviðburði kvenna í sögunni í Evrópu“ eins og Nadine Kessler, yfirmaður kvennafótboltans hjá UEFA orðar það. „Við getum ekki beðið eftir að boltinn byrji að rúlla,“ sagði Kessler, en þessir 500 þúsund miðar sem nú þegar hafa verið keyptir, hafa verið keyptir í 99 löndum. „Hverjum hefði dottið það í hug á Evrópumóti kvenna? Þetta er algjörlega frábært og sýnir hversu háar væntingar við höfum og hvað það er sem við viljum ná fram.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Alls hafa um 500 þúsund miðar verið seldir á mótið. Það er rúmlega tvöfalt meira en seldist af miðum á EM í Hollandi árið 2017, en þá mættu rétt rúmlega 240 þúsund áhorfendur á völlinn. Um 700 þúsund miðar voru settir í sölu fyrir mótið og því er enn svigrúm til að bæta vel í áhorfendatölur. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að halda miðaverði lágu til að laða sem flesta að mótinu, sérstaklega fjölskyldufólk. Miðaverð er frá fimm til fimmtíu pund og fjögurra manna fjölskylda getur mætt á völlinn fyrir svo lítið sem þrjátíu pund, eða tæpar fimm þúsund krónur. 🎟️ Nadine Kessler on #WEURO2022 ticket sales: "We're at 517,000 tickets now a day before the opening. Who would have thought that for a women's tournament? That's simply fantastic and shows how high our expectation is." pic.twitter.com/4CLjpddAVE— UEFA (@UEFA) July 5, 2022 Eins og áður segir fer opnunarleikur mótsins fram í kvöld þegar England og Austurríki eigast við á Old Trafford fyrir framan rúmlega 70 þúsund áhorfendur. Það verður fyrsti leikurinn af 31 sem spilaður verður á mótinu, en 16 lið munu berjast um Evrópumeistaratitilinn á „stærsta íþróttaviðburði kvenna í sögunni í Evrópu“ eins og Nadine Kessler, yfirmaður kvennafótboltans hjá UEFA orðar það. „Við getum ekki beðið eftir að boltinn byrji að rúlla,“ sagði Kessler, en þessir 500 þúsund miðar sem nú þegar hafa verið keyptir, hafa verið keyptir í 99 löndum. „Hverjum hefði dottið það í hug á Evrópumóti kvenna? Þetta er algjörlega frábært og sýnir hversu háar væntingar við höfum og hvað það er sem við viljum ná fram.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti