Sýningin verður áfram í sýningu á næsta leikári en nú þegar er uppselt á allar sýningarnar í ágúst og september.
Þeir sem syngja inn á hljómplötuna eru Gunnar Erik Snorrason, Hlynur Atli Harðarson, Sóley Rún Arnarsdóttir, Þórunn Obba Gunnarsdóttir, Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Esther Talía Casey og Sigurður Þór Óskarsson, ásamt kór leikara sýningarinnar. Upptökum stjórnaði Agnar Már Magnússon og hljóðblöndun var í höndum Einars H. Stefánssonar.