Hringurinn sem er hjólaður er 960 kílómetrar og samanstendur af fjórum leggjum. Lagt var af stað frá Ísafirði á miðvikudaginn og runnu keppendur aftur í hlað þar á bæ í gær. Laugardagur var hvíldardagur fyrir keppendur.
Tyler Wacker, einn af skipuleggjendum keppnarinnar, segir í samtali við fréttastofu að keppnin hafi gengið eins og í sögu og að einhverjir hafi talað um að þetta hafi verið besta upplifun ævi þeirra.
Ef að keppendur stöðvuðu á ákveðnum menningarstöðum, líkt og á kaffihúsum, sundlaugum og söfnum, var tími þeirra stoppaður. Mikil ánægja var meðal keppenda að fá að upplifa sérstaka menningu Vestfjarða án þess að það bitnaði á árangur þeirra í keppninni.
Lael Wilcox sigraði keppnina í kvennaflokki og Arnþór Gústavsson í karlaflokki.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá keppninni sem Þráinn Kolbeinsson tók.

















