Sara um vonbrigðin að missa af heimsleikunum: Einu mistökin er að reyna ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir var langt frá því að komast í gegnum Last-Chance Qualifier mótið og verður því ekki með á heimsleikunum í ár. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir verður ekki með á heimsleikunum í CrossFit í ár. Hún náði bara tólfta sætinu í Last-Chance Qualifier mótinu þar sem tvö efstu sætin tryggðu farseðil á heimsleikana. Sara náði öðru sætinu í einni af fjórum greinunum en í hinum þremur var hún í tíunda sæti eða neðar. Það þýddi að hún endaði með 237 stig og var heilum 103 stigum frá því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara missti af öllu síðasta tímabil vegna krossbandsslits en kom til baka í ár. Hún er ekkert búinn að gefa upp vonina þrátt fyrir mikið mótlæti að undanförnu. Með sérstaka þulu Sara gerði upp Last-Chance Qualifier mótið og vonbrigðin í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Einu mistökin er að reyna ekki,“ byrjaði Sara Sigmundsdóttir pistil sinn á Instagram reikningi sínum. „Þetta hefur þulan mín þegar ég hef efast um getu mína og viljað hætta vegna hræðslu, pressu eða neikvæða hugsana sem poppa upp í huga minn. Ég set mér alltaf krefjandi markmið og að þessu sinni náði ég þeim ekki. Það er í fínu lagi,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég hef verið í keppni við tímann við að byggja mig upp á ný og við að undirbúa mig til keppa á því getustigi ég verð að vera á. Ég er bara ekki kominn þangað aftur,“ skrifaði Sara. Átta mig á því hversu heppin er „Á meðan þessu tímabili hefur staðið þá hef ég ítrekað gleymt að huga um hversu langt ég var komin af því að ég var heltekin af draumnum sem ég var að elta. Núna eftir að tímabilið mitt er búið þá átta ég mig enn frekar á því hversu heppin ég er,“ skrifaði Sara. „Ég er svo heppin að vera með lið sem trúir á mig, gefur mér rétta sjónarhornið og minnir mig á hver ég sé og hvað ég get. Ég hef fólk í mínu horni sem rífur mig upp þegar ég er langt niðri og pressa líka á mig ég þarf á á því að halda,“ skrifaði Sara. Einbeitt og þolinmóð Sara sér ekki eftir að hafa flutt sig yfir til Georgíu fylkis í Bandaríkjunum og þakkar aðstoðarfólki sínu í Alpharetta. „Ég fann fyrir sterkum tengslum frá fyrsta degi og ég veit að ef ég held áfram á þessari braut, verð einbeitt og þolinmóð, þá mun ég komast þangað sem ég vil komast,“ skrifaði Sara. „Ég mun taka nokkra daga í frí. Hvíla mig og jafna mig. Síðan er það bara fulla ferð áfram. Sjáumst fljótlega,“ skrifaði Sara. Hún skrifaði pistilinn á ensku og hann má sjá hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Sara náði öðru sætinu í einni af fjórum greinunum en í hinum þremur var hún í tíunda sæti eða neðar. Það þýddi að hún endaði með 237 stig og var heilum 103 stigum frá því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara missti af öllu síðasta tímabil vegna krossbandsslits en kom til baka í ár. Hún er ekkert búinn að gefa upp vonina þrátt fyrir mikið mótlæti að undanförnu. Með sérstaka þulu Sara gerði upp Last-Chance Qualifier mótið og vonbrigðin í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Einu mistökin er að reyna ekki,“ byrjaði Sara Sigmundsdóttir pistil sinn á Instagram reikningi sínum. „Þetta hefur þulan mín þegar ég hef efast um getu mína og viljað hætta vegna hræðslu, pressu eða neikvæða hugsana sem poppa upp í huga minn. Ég set mér alltaf krefjandi markmið og að þessu sinni náði ég þeim ekki. Það er í fínu lagi,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég hef verið í keppni við tímann við að byggja mig upp á ný og við að undirbúa mig til keppa á því getustigi ég verð að vera á. Ég er bara ekki kominn þangað aftur,“ skrifaði Sara. Átta mig á því hversu heppin er „Á meðan þessu tímabili hefur staðið þá hef ég ítrekað gleymt að huga um hversu langt ég var komin af því að ég var heltekin af draumnum sem ég var að elta. Núna eftir að tímabilið mitt er búið þá átta ég mig enn frekar á því hversu heppin ég er,“ skrifaði Sara. „Ég er svo heppin að vera með lið sem trúir á mig, gefur mér rétta sjónarhornið og minnir mig á hver ég sé og hvað ég get. Ég hef fólk í mínu horni sem rífur mig upp þegar ég er langt niðri og pressa líka á mig ég þarf á á því að halda,“ skrifaði Sara. Einbeitt og þolinmóð Sara sér ekki eftir að hafa flutt sig yfir til Georgíu fylkis í Bandaríkjunum og þakkar aðstoðarfólki sínu í Alpharetta. „Ég fann fyrir sterkum tengslum frá fyrsta degi og ég veit að ef ég held áfram á þessari braut, verð einbeitt og þolinmóð, þá mun ég komast þangað sem ég vil komast,“ skrifaði Sara. „Ég mun taka nokkra daga í frí. Hvíla mig og jafna mig. Síðan er það bara fulla ferð áfram. Sjáumst fljótlega,“ skrifaði Sara. Hún skrifaði pistilinn á ensku og hann má sjá hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira