Sport

Ísland á verðlaunapalli í liðakeppni á NM í áhaldafimleikum

Árni Jóhannsson skrifar
Íslenska kvennaliðið með verðlaunin sín
Íslenska kvennaliðið með verðlaunin sín Fimleikasamband.is/

Íslenska kvennalandsliðið í áhaldafimleikum gerði sér lítið fyrir og vann til brons verðalauna á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum sem fram fer um helgina í Kópavogi. Íslenska karlaliðið rétt missti af verðlaunasæti og varð í því fjórða.

Sex þjóðir tóku þátt en með Íslendingum töldum eru það Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Finnland og Færeyjar. 

Kvennalið Svía tók gullverðlaunin og Norðmenn silfrið en kvennalið Íslands náði í silfrið og er sagt hafa átt stórkostlegan dag. Kvennalið Íslands skipuðu þær Agnes Suto, Dagný Björt Axelsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir.

Hjá körlunum voru það einnig Svíar sem tóku gullið og Norðmenn silfrið en finnska liðið náði því þriðja og skildi íslenska liðið eftir í fjórða sæti. Einungis munaði sex stigum á þjóðunum og því mætti segja að íslenska liðið hafi rétt misst af verðlaunasæti. Karlalið Íslands skipuðu þeir, Arnþór Daði Jónasson, Atli Snær Valgeirsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson, Valgarð Reinhardsson og Valdimar Matthíasson.

Úrslit og upplýsingar fengnar á vefsíðu Fimleikasambands Íslands en þar má líka finna dagskrá dagsins í dag og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×