Arna Sól Sævarsdóttir kom gestunum í HK yfir strax á þriðju mínútu leiksins áður en Ainhoa Plaza Porcel jafnaði metin þremur mínútum síðar.
María Sól Jakobsdóttir kom HK-ingum yfir á nýjan leik með marki á 56. mínútu, en Arna Sól bætti öðru marki sínu við fimm mínútum síðar og kom gestunum í 1-3.
Það var svo Isabella Eva Aradóttir sem gulltryggði 1-4 sigur HK-inga og liðið nú með 21 stig á toppi deildarinnar.