Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2022 19:20 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu fordæmdi árás Rússa á óbreytta borgara í Odessa héraði á sameiginlegum fréttamannafundi með Jonasi Gahr Store forsætisráðherra Noregs sem heimsótti Kænugarð í dag. AP/Nariman El-Mofty Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. Rússar skutu tveimur eldflaugum að bænum Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa í gærkvöldi. Fyrri eldflauginni var skotið á níu hæða fjölbýlishús þar sem flestir voru sofandi heima hjá sér. Seinni eldflauginni var síðan skotið á sumarbúðir í bænum. Björgunarsveitarmenn leita í rústum fjölbýlishúss í bænum Serhiyivka um 50 kílómetra suðvestur af hafnarborginni Odessa í morgun. Rússar skutu tveimur eldflaugum sem framleiddar voru á sovéttímanum og hannaðar upp úr árinu 1960 á fjölbýlishús og sumarbúðir í gærkvöldi.AP/Nina Lyashonok Talsmaður Rússlandsforseta var fljótur að sverja af sér ódæðið í morgun og sagði Rússa ekki skjóta á óbreytta borgara, þótt sannanir fyrir hinu gagnstæða séu yfirgæfandi um alla Úkraínu. Eldflaugarnar sem Rússar notuðu í þetta skipti eru sömu gerðar og þeir skutu á verslunarmiðstöð í Kremenchuk á mánudag. Þær eru gamlar og ónákvæmar sem hernaðarsérfræðingar segja til marks um að Rússar séu búnir með nýrri og nákvæmari eldflaugar. Refsiaðgerðir Vesturlanda koma í veg fyrir að þeir fái íhluti í stýrikerfi nýrri flauga. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir árásina enga tilviljun eins og rússneskir fjölmiðlar haldi fram. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Úkraína verði sem fyrst hluti af fjölskyldu lýðræðisríkja í Evrópu.AP/Nariman El-Mofty „Þetta eru beinar rússneskar eldflaugaárásir. Þetta eru rússneskar hryðjuverkaárásir á borgirnar okkar, þorpin og á fólkið okkar, bæði fullorðna og börn," sagði Zelenskyy í dag. Í dag undirrituðu forseti Úkraínu, forseti þingsins og forsætisráðherra sameiginlega yfirlýsingu til að undirstrika samstöðu þings og framkvæmdavalds í aðildarumsókn Úkraínu að Evrópusambandinu. Forsetinn sagði aðildina forsendu þess að íbúar Úkraínu þyrftu ekki að vakna upp við sprengjuregn í framtíðinni. „Við höfum nálgast umsókn í 115 daga. Leið okkar til aðildar má ekki taka ár eða áratugi. Við verðum að fara þessa leið hratt," sagði forsetinn. Til að flýta fyrir umsóknini yrðu Úkraínumennn sjálfir vinna sína heimavinnu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar.AP/Brendan Smialowsk Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fylgdist með athöfninni með fjarfundarbúnaði. Hún sagði Úkraínu hafa skýra evrópusýn. „Það er löng leið fram undan. En Evrópa verður við hliðina á ykkur alla leið, eins lengi og það tekur að fara frá þessum myrku stríðsdögum þangað til þið farið inn um dyrnar að Evrópusambandinu okkar. Ég hef trú á Evrópuframtíð Úkraínu," sagði Ursula von der Leyen. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. 1. júlí 2022 13:43 Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu. 30. júní 2022 21:00 Vaktin: Tala látinna fer hækkandi eftir loftárás Rússa í Odesa Tala látinna fer hækkandi eftir loftárásir Rússa sem lentu á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í úkraínsku borginni Odesa í nótt. Staðfest tala látinna er nú 21 en þar af eru tvö börn. Auk þess voru 38 fluttit á sjúkrahús eftir árásina. 1. júlí 2022 08:35 Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Rússar skutu tveimur eldflaugum að bænum Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa í gærkvöldi. Fyrri eldflauginni var skotið á níu hæða fjölbýlishús þar sem flestir voru sofandi heima hjá sér. Seinni eldflauginni var síðan skotið á sumarbúðir í bænum. Björgunarsveitarmenn leita í rústum fjölbýlishúss í bænum Serhiyivka um 50 kílómetra suðvestur af hafnarborginni Odessa í morgun. Rússar skutu tveimur eldflaugum sem framleiddar voru á sovéttímanum og hannaðar upp úr árinu 1960 á fjölbýlishús og sumarbúðir í gærkvöldi.AP/Nina Lyashonok Talsmaður Rússlandsforseta var fljótur að sverja af sér ódæðið í morgun og sagði Rússa ekki skjóta á óbreytta borgara, þótt sannanir fyrir hinu gagnstæða séu yfirgæfandi um alla Úkraínu. Eldflaugarnar sem Rússar notuðu í þetta skipti eru sömu gerðar og þeir skutu á verslunarmiðstöð í Kremenchuk á mánudag. Þær eru gamlar og ónákvæmar sem hernaðarsérfræðingar segja til marks um að Rússar séu búnir með nýrri og nákvæmari eldflaugar. Refsiaðgerðir Vesturlanda koma í veg fyrir að þeir fái íhluti í stýrikerfi nýrri flauga. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir árásina enga tilviljun eins og rússneskir fjölmiðlar haldi fram. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Úkraína verði sem fyrst hluti af fjölskyldu lýðræðisríkja í Evrópu.AP/Nariman El-Mofty „Þetta eru beinar rússneskar eldflaugaárásir. Þetta eru rússneskar hryðjuverkaárásir á borgirnar okkar, þorpin og á fólkið okkar, bæði fullorðna og börn," sagði Zelenskyy í dag. Í dag undirrituðu forseti Úkraínu, forseti þingsins og forsætisráðherra sameiginlega yfirlýsingu til að undirstrika samstöðu þings og framkvæmdavalds í aðildarumsókn Úkraínu að Evrópusambandinu. Forsetinn sagði aðildina forsendu þess að íbúar Úkraínu þyrftu ekki að vakna upp við sprengjuregn í framtíðinni. „Við höfum nálgast umsókn í 115 daga. Leið okkar til aðildar má ekki taka ár eða áratugi. Við verðum að fara þessa leið hratt," sagði forsetinn. Til að flýta fyrir umsóknini yrðu Úkraínumennn sjálfir vinna sína heimavinnu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar.AP/Brendan Smialowsk Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fylgdist með athöfninni með fjarfundarbúnaði. Hún sagði Úkraínu hafa skýra evrópusýn. „Það er löng leið fram undan. En Evrópa verður við hliðina á ykkur alla leið, eins lengi og það tekur að fara frá þessum myrku stríðsdögum þangað til þið farið inn um dyrnar að Evrópusambandinu okkar. Ég hef trú á Evrópuframtíð Úkraínu," sagði Ursula von der Leyen.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. 1. júlí 2022 13:43 Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu. 30. júní 2022 21:00 Vaktin: Tala látinna fer hækkandi eftir loftárás Rússa í Odesa Tala látinna fer hækkandi eftir loftárásir Rússa sem lentu á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í úkraínsku borginni Odesa í nótt. Staðfest tala látinna er nú 21 en þar af eru tvö börn. Auk þess voru 38 fluttit á sjúkrahús eftir árásina. 1. júlí 2022 08:35 Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. 1. júlí 2022 13:43
Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu. 30. júní 2022 21:00
Vaktin: Tala látinna fer hækkandi eftir loftárás Rússa í Odesa Tala látinna fer hækkandi eftir loftárásir Rússa sem lentu á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í úkraínsku borginni Odesa í nótt. Staðfest tala látinna er nú 21 en þar af eru tvö börn. Auk þess voru 38 fluttit á sjúkrahús eftir árásina. 1. júlí 2022 08:35
Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53