Íslandsmeistarinn í ólympískri þríþraut með hálft lunga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 09:05 Katrín Pálsdóttir með verðlaun sín eftir að hafa unnið Íslandsmótið í ólympískri þríþraut sem fór fram á Laugarvatni. Instagram/@katapals Katrín Pálsdóttir er ein fremsta þríþrautarkona landsins og vann Íslandsmeistaratitilinn í ólympískri þríþraut um helgina en það vita færri að eftirmál veikinda hennar ættu að öllu eðlilegu að gera henni mjög erfitt fyrir í slíkri keppni. Þríþraut er mjög krefjandi íþrótt en í keppni helgarinnar á Laugarvatni þá synti hún 1,5 kílómetra, hjólaði 45 kílómetra og hljóp 10 kílómetra. Katrín segir frá því í viðtali við Fréttablaðið í dag að hún er að ná þessum árangri eftir að hafa sigrast á sjaldgæfu lungnakrabbameini árið 2019. Katrín er vegna veikindanna aðeins með heilt lunga vinstra megin en hálft hægra megin. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals) „Árið 2019 fékk ég krabbameinið sem Tómas (Guðbjartsson, Lækna-Tómas) skar í burtu en þrátt fyrir það fór ég fimm vikum síðar í hálfan Járnkall í Indónesíu og náði góðum tíma,“ segir Katrín í viðtalinu við Fréttablaðið. Katrín kvartar ekki þrátt fyrir að vanta hálft lunga og vera að keppa í þessari miklu þolgrein. „Ég varð aldrei veik í hausnum þannig að ég spáði aldrei neitt mikið í þessu. Ég hélt bara áfram að æfa og er almennt ekkert að velta þessu fyrir mér. Ég get ekki breytt neinu þannig að ég er frekar í gleðinni,“ sagði Katrín í viðtalinu sem má sjá allt hér. Katrín starfar sem fjármálastjóri hjá Bolungarvíkurkaupstað og æfir tvisvar á dag, fyrir vinnu og svo seinni partinn eftir að skyldustörfum lýkur. Hún er strax mætt í aðra keppni því í dag hefst Örnu-hjólreiðakeppnin þar sem hjólaðir eru heilir 960 kílómetrar um Vestfirði og þar er Katrín meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals) Þríþraut Tengdar fréttir Katrín kláraði hálfan Járnkarl sjö vikum eftir að hálft lungað var fjarlægt Vinur hennar fann krabbamein í hægra lunga en hún hafði fundið fyrir veikindum eftir keppnir en hélt hún hefði ofreynt sig. 26. ágúst 2019 10:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Sjá meira
Þríþraut er mjög krefjandi íþrótt en í keppni helgarinnar á Laugarvatni þá synti hún 1,5 kílómetra, hjólaði 45 kílómetra og hljóp 10 kílómetra. Katrín segir frá því í viðtali við Fréttablaðið í dag að hún er að ná þessum árangri eftir að hafa sigrast á sjaldgæfu lungnakrabbameini árið 2019. Katrín er vegna veikindanna aðeins með heilt lunga vinstra megin en hálft hægra megin. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals) „Árið 2019 fékk ég krabbameinið sem Tómas (Guðbjartsson, Lækna-Tómas) skar í burtu en þrátt fyrir það fór ég fimm vikum síðar í hálfan Járnkall í Indónesíu og náði góðum tíma,“ segir Katrín í viðtalinu við Fréttablaðið. Katrín kvartar ekki þrátt fyrir að vanta hálft lunga og vera að keppa í þessari miklu þolgrein. „Ég varð aldrei veik í hausnum þannig að ég spáði aldrei neitt mikið í þessu. Ég hélt bara áfram að æfa og er almennt ekkert að velta þessu fyrir mér. Ég get ekki breytt neinu þannig að ég er frekar í gleðinni,“ sagði Katrín í viðtalinu sem má sjá allt hér. Katrín starfar sem fjármálastjóri hjá Bolungarvíkurkaupstað og æfir tvisvar á dag, fyrir vinnu og svo seinni partinn eftir að skyldustörfum lýkur. Hún er strax mætt í aðra keppni því í dag hefst Örnu-hjólreiðakeppnin þar sem hjólaðir eru heilir 960 kílómetrar um Vestfirði og þar er Katrín meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals)
Þríþraut Tengdar fréttir Katrín kláraði hálfan Járnkarl sjö vikum eftir að hálft lungað var fjarlægt Vinur hennar fann krabbamein í hægra lunga en hún hafði fundið fyrir veikindum eftir keppnir en hélt hún hefði ofreynt sig. 26. ágúst 2019 10:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Sjá meira
Katrín kláraði hálfan Járnkarl sjö vikum eftir að hálft lungað var fjarlægt Vinur hennar fann krabbamein í hægra lunga en hún hafði fundið fyrir veikindum eftir keppnir en hélt hún hefði ofreynt sig. 26. ágúst 2019 10:30