Kepptu um sæti á heimsleikunum í CrossFit þremur vikum eftir brúðkaupið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 11:31 CrossFit fólkið Caroline Conners og Austin Spencer kom giftingunni sinni fyrri í miðjum undirbúningu sínum fyrir undanúrslitamót heimsleikanna. Instagram/@caroline__spencer Þetta var merkilegt sumar fyrir bandaríska CrossFit fólkið Caroline Conners og Austin Spencer sem voru ekkert að hvíla sig á íþróttinni sinni þótt að þau hafi verið að láta pússa sig saman. Þau Caroline og Austin, sem hittust fyrir átta árum, létu brúðkaupið ekki stoppa sig heldur giftu sig í miðjum undirbúningi fyrir mótið þar sem þau voru að berjast fyrir sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Caroline komst á leikana en eiginmaður hann þarf að keppa á Last Chance Qualifier í þessari viku. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru í sömu stöðu kvennamegin en þar er keppt um síðustu tvö sætin á heimsleikana í haust. Þau Caroline og Austin giftu sig 21. maí síðastliðinn eða þremur vikum áður en þau flugu til Montreal til að taka þátt í fjórða og síðasta undanúrslitamóti Norður Ameriku. „Þetta var ekkert stressandi en við vissum alltaf að það yrði annasamir dagar. Við vorum tilbúin að takast á við hvern dag eins og hann kom,“ sagði Caroline í viðtali við Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Caroline Spencer (@caroline__spencer) Caroline tók þátt í sínum fyrstu heimsleikum í fyrra og þriðja sætið á undanúrslitamótinu tryggði henni farseðil á leikana. Austin varð eins og bæði Katrín Tanja og Sara að sætta sig við sjötta sætið en fimm efstu komust á leikana. Caroline hafði tryggt sig áfram á undan en þurfti síðan að horfa á síðustu greinina þar sem maður hennar var í harðri baráttu. Á endanum rétt missti hann af sætinu og er því eins og í fyrra meðal þátttakanda á Last Chance Qualifier. „Það erfiðasta við að elska atvinnuíþróttamann er að geta ekkert gert þegar kemur að útkomunni hjá hinum aðilanum,“ sagði Caroline. Hún gat því ekki notið árangurs síns eins vel þar sem maður hennar missti svo grátlega af sínu sæti. „Þetta var mjög svekkjandi. Ég var stolt af því sem ég hafði afrekað en var svo leið að geta ekki deilt þeirri tilfinningu með eiginmanni mínum. Hann gerði allt sem hann gat en samkeppnin var svakaleg. Við erum samt öll stolt af honum,“ sagði Caroline en meðal keppanda voru stórstjörnur eins og Patrick Vellner, Jeffrey Adler, Alexandre Caron og Alex Vigneault. Austin Spencer fær annað tækifæri í þessari viku og þá kemur í ljós hvort hjónin verði bæði með á heimsleikunum í CrossFit í haust. CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Þau Caroline og Austin, sem hittust fyrir átta árum, létu brúðkaupið ekki stoppa sig heldur giftu sig í miðjum undirbúningi fyrir mótið þar sem þau voru að berjast fyrir sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Caroline komst á leikana en eiginmaður hann þarf að keppa á Last Chance Qualifier í þessari viku. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru í sömu stöðu kvennamegin en þar er keppt um síðustu tvö sætin á heimsleikana í haust. Þau Caroline og Austin giftu sig 21. maí síðastliðinn eða þremur vikum áður en þau flugu til Montreal til að taka þátt í fjórða og síðasta undanúrslitamóti Norður Ameriku. „Þetta var ekkert stressandi en við vissum alltaf að það yrði annasamir dagar. Við vorum tilbúin að takast á við hvern dag eins og hann kom,“ sagði Caroline í viðtali við Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Caroline Spencer (@caroline__spencer) Caroline tók þátt í sínum fyrstu heimsleikum í fyrra og þriðja sætið á undanúrslitamótinu tryggði henni farseðil á leikana. Austin varð eins og bæði Katrín Tanja og Sara að sætta sig við sjötta sætið en fimm efstu komust á leikana. Caroline hafði tryggt sig áfram á undan en þurfti síðan að horfa á síðustu greinina þar sem maður hennar var í harðri baráttu. Á endanum rétt missti hann af sætinu og er því eins og í fyrra meðal þátttakanda á Last Chance Qualifier. „Það erfiðasta við að elska atvinnuíþróttamann er að geta ekkert gert þegar kemur að útkomunni hjá hinum aðilanum,“ sagði Caroline. Hún gat því ekki notið árangurs síns eins vel þar sem maður hennar missti svo grátlega af sínu sæti. „Þetta var mjög svekkjandi. Ég var stolt af því sem ég hafði afrekað en var svo leið að geta ekki deilt þeirri tilfinningu með eiginmanni mínum. Hann gerði allt sem hann gat en samkeppnin var svakaleg. Við erum samt öll stolt af honum,“ sagði Caroline en meðal keppanda voru stórstjörnur eins og Patrick Vellner, Jeffrey Adler, Alexandre Caron og Alex Vigneault. Austin Spencer fær annað tækifæri í þessari viku og þá kemur í ljós hvort hjónin verði bæði með á heimsleikunum í CrossFit í haust.
CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira