Red Bull RB17 verður 1250 hestafla ofurbíll Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. júní 2022 07:00 Eina hönnunin af RB17 sem Red Bull hefur gefið út. Red Bull liðið í Formúlu 1 ætlar að smíða RB17 sem er hannaður af hönnunargoðsögninni Adrian Newey. Bíllinn verður með V8 tvinn-vél. Framleiðsla hefst árið 2025. Bíllinn er aðallega hugsaður sem brautardagabíll fyrir velefnað fólk, en hann mun kosta 5 milljónir punda, eða um 813 milljónir króna. Samkvæmt Christian Horner, framkvæmdastjóra og liðsstjóra Red Bull verður bíllinn hugsanlega hannaður til að vera löglegur á götum úti. Einungis 50 eintök verða smíðuð, 15 á ári og þegar hafa pantanir borist fyrir flesta þeirra. Horner hefur lýst bílnum sem afurð þess að gefa Adrian Newey lausan tauminn til að nýta sköpunargáfur sínar og hæfileika til hins ítrasta án allra takmarkana. RB17 er náttúruleg þróun frá Aston Martin Valkyre. Afhendingar á Valkyre hófust nýlega. Adrian Newey og Christian Horner stýra gangi mála hjá Red Bull, en Newey er aðalhönnur liðsins og Horner framkvæmdarstjóri.Mynd: Getty Images Nafn bílsins er áhugavert. Red Bull Formúlu 1 liðið kallar bíla sína alltaf RB og svo hlaupandi tala. Þegar kórónaveirufaraldurinn olli frestun tímabilsins í Formúlu 1 árið 2020 þá var yfirvofandi reglubreytingum ársins 2021 frestað til að spara Formúlu 1 liðum peningana sem nýr bíll kostar og til að tryggja að öll lið væru klár í keppni þegar fyrsta keppni fór loksins fram. Reglubreytingin tók gildi við upphaf yfirstandandi tímabils. Red Bull sleppti því úr tölunni 17, en bíll ársins 2020 var RB16 og því hefði bíll ársins 2021 alla jafna verið RB17 en af því að breytingin á milli áranna 2020 og 2021 var svo lítil kallaði Red Bull bíl sinn RB16B. „Hann mun hljóma hrikalega vel, eins og brautarbíll á að hljóma,“ sagði Horner. Aðspurður hvort þetta sé fyrsta skrefið í átt að því að Red Bull verði götubílaframleiðandi svaraði Horner „þetta er upphafið af ferðalagi. Þetta er spennandi upphafsreitur fyrir okkur. Maður á aldrei að segja aldrei, en þetta er tilraunaverkefni fyrir okkur.“ Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Bíllinn er aðallega hugsaður sem brautardagabíll fyrir velefnað fólk, en hann mun kosta 5 milljónir punda, eða um 813 milljónir króna. Samkvæmt Christian Horner, framkvæmdastjóra og liðsstjóra Red Bull verður bíllinn hugsanlega hannaður til að vera löglegur á götum úti. Einungis 50 eintök verða smíðuð, 15 á ári og þegar hafa pantanir borist fyrir flesta þeirra. Horner hefur lýst bílnum sem afurð þess að gefa Adrian Newey lausan tauminn til að nýta sköpunargáfur sínar og hæfileika til hins ítrasta án allra takmarkana. RB17 er náttúruleg þróun frá Aston Martin Valkyre. Afhendingar á Valkyre hófust nýlega. Adrian Newey og Christian Horner stýra gangi mála hjá Red Bull, en Newey er aðalhönnur liðsins og Horner framkvæmdarstjóri.Mynd: Getty Images Nafn bílsins er áhugavert. Red Bull Formúlu 1 liðið kallar bíla sína alltaf RB og svo hlaupandi tala. Þegar kórónaveirufaraldurinn olli frestun tímabilsins í Formúlu 1 árið 2020 þá var yfirvofandi reglubreytingum ársins 2021 frestað til að spara Formúlu 1 liðum peningana sem nýr bíll kostar og til að tryggja að öll lið væru klár í keppni þegar fyrsta keppni fór loksins fram. Reglubreytingin tók gildi við upphaf yfirstandandi tímabils. Red Bull sleppti því úr tölunni 17, en bíll ársins 2020 var RB16 og því hefði bíll ársins 2021 alla jafna verið RB17 en af því að breytingin á milli áranna 2020 og 2021 var svo lítil kallaði Red Bull bíl sinn RB16B. „Hann mun hljóma hrikalega vel, eins og brautarbíll á að hljóma,“ sagði Horner. Aðspurður hvort þetta sé fyrsta skrefið í átt að því að Red Bull verði götubílaframleiðandi svaraði Horner „þetta er upphafið af ferðalagi. Þetta er spennandi upphafsreitur fyrir okkur. Maður á aldrei að segja aldrei, en þetta er tilraunaverkefni fyrir okkur.“
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira