Sú besta í heimi að mati ESPN hækkaði sig um 22 sæti á milli ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 12:01 Alexia Putellas er fyrirliði Barcelona og einnig í stóru hlutverki hjá spænska landsliðinu. Getty/Oscar J. Barroso Engin íslensk knattspyrnukona kemst á listann yfir fimmtíu bestu knattspyrnukonur heims en þennan lista tóku sérfræðingar ESPN saman í tilefni af Evrópumóti landsliða sem er fram undan í Englandi. ESPN tók einnig slíkan lista saman í fyrra en það er óhætt að segja að það séu miklar sviftingar á listanum á milli ára. Besta knattspyrnukona heims í fyrra, hin bandaríska Sam Mewis fellur niður um 37 sæti, og sú besta í ár, Spánverjinnn Alexia Putellas, hækkar sig um 22 sæti. Putellas er fyrirliði Barcelona liðsins sem vann alla leiki tímabilsins á Spáni en tókst ekki að verja Meistaradeildartitilinn eftir 3-1 tap á móti Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Lyon í úrslitaleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Putellas er 28 ára gömul sókndjarfur miðjumaður sem skoraði 34 mörk í öllum keppnum á nýlokinni leiktíð. Í öðru sæti á listanum er ástralski framherjinn Sam Kerr hjá Chelsea sem í öðru sætinu annað árið í röð. Þriðja er síðan hollenski framherjinn Vivianne Miedema hjá Arsenal en hún var líka í sama sæti í fyrra. Norðurlandabúar eru í sætum fjögur og fimm. Hin norska Caroline Graham Hansen hjá Barelona er í fjórða sætinu og hækkar sig um fimm sæti. Fimmta er síðan hin danska Pernille Harder hjá Chelsea sem fellur niður um eitt sæti á listanum. Catarina Macario hjá Lyon og bandaríska landsliðinu er sjötta á listanum, Marie-Antoinette Katoto hjá Paris Saint-Germain er sjöunda, Spánverjinn Jennifer Hermoso hjá Barcelona er áttunda, liðsfélagi hennar hjá Barca, Aitana Bonmati, er níunda og í tíunda sæti er síðan norski framherjinn Ada Hegerberg. Hegerberg er aftur komin í norska landsliðið eftir fimm ára fjarveru og verðu með Noregi á Evrópumótinu. Það má sjá allan listann með því að smella hér. EM 2022 í Englandi Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands : Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira
ESPN tók einnig slíkan lista saman í fyrra en það er óhætt að segja að það séu miklar sviftingar á listanum á milli ára. Besta knattspyrnukona heims í fyrra, hin bandaríska Sam Mewis fellur niður um 37 sæti, og sú besta í ár, Spánverjinnn Alexia Putellas, hækkar sig um 22 sæti. Putellas er fyrirliði Barcelona liðsins sem vann alla leiki tímabilsins á Spáni en tókst ekki að verja Meistaradeildartitilinn eftir 3-1 tap á móti Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Lyon í úrslitaleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Putellas er 28 ára gömul sókndjarfur miðjumaður sem skoraði 34 mörk í öllum keppnum á nýlokinni leiktíð. Í öðru sæti á listanum er ástralski framherjinn Sam Kerr hjá Chelsea sem í öðru sætinu annað árið í röð. Þriðja er síðan hollenski framherjinn Vivianne Miedema hjá Arsenal en hún var líka í sama sæti í fyrra. Norðurlandabúar eru í sætum fjögur og fimm. Hin norska Caroline Graham Hansen hjá Barelona er í fjórða sætinu og hækkar sig um fimm sæti. Fimmta er síðan hin danska Pernille Harder hjá Chelsea sem fellur niður um eitt sæti á listanum. Catarina Macario hjá Lyon og bandaríska landsliðinu er sjötta á listanum, Marie-Antoinette Katoto hjá Paris Saint-Germain er sjöunda, Spánverjinn Jennifer Hermoso hjá Barcelona er áttunda, liðsfélagi hennar hjá Barca, Aitana Bonmati, er níunda og í tíunda sæti er síðan norski framherjinn Ada Hegerberg. Hegerberg er aftur komin í norska landsliðið eftir fimm ára fjarveru og verðu með Noregi á Evrópumótinu. Það má sjá allan listann með því að smella hér.
EM 2022 í Englandi Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands : Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira