Sú besta í heimi að mati ESPN hækkaði sig um 22 sæti á milli ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 12:01 Alexia Putellas er fyrirliði Barcelona og einnig í stóru hlutverki hjá spænska landsliðinu. Getty/Oscar J. Barroso Engin íslensk knattspyrnukona kemst á listann yfir fimmtíu bestu knattspyrnukonur heims en þennan lista tóku sérfræðingar ESPN saman í tilefni af Evrópumóti landsliða sem er fram undan í Englandi. ESPN tók einnig slíkan lista saman í fyrra en það er óhætt að segja að það séu miklar sviftingar á listanum á milli ára. Besta knattspyrnukona heims í fyrra, hin bandaríska Sam Mewis fellur niður um 37 sæti, og sú besta í ár, Spánverjinnn Alexia Putellas, hækkar sig um 22 sæti. Putellas er fyrirliði Barcelona liðsins sem vann alla leiki tímabilsins á Spáni en tókst ekki að verja Meistaradeildartitilinn eftir 3-1 tap á móti Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Lyon í úrslitaleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Putellas er 28 ára gömul sókndjarfur miðjumaður sem skoraði 34 mörk í öllum keppnum á nýlokinni leiktíð. Í öðru sæti á listanum er ástralski framherjinn Sam Kerr hjá Chelsea sem í öðru sætinu annað árið í röð. Þriðja er síðan hollenski framherjinn Vivianne Miedema hjá Arsenal en hún var líka í sama sæti í fyrra. Norðurlandabúar eru í sætum fjögur og fimm. Hin norska Caroline Graham Hansen hjá Barelona er í fjórða sætinu og hækkar sig um fimm sæti. Fimmta er síðan hin danska Pernille Harder hjá Chelsea sem fellur niður um eitt sæti á listanum. Catarina Macario hjá Lyon og bandaríska landsliðinu er sjötta á listanum, Marie-Antoinette Katoto hjá Paris Saint-Germain er sjöunda, Spánverjinn Jennifer Hermoso hjá Barcelona er áttunda, liðsfélagi hennar hjá Barca, Aitana Bonmati, er níunda og í tíunda sæti er síðan norski framherjinn Ada Hegerberg. Hegerberg er aftur komin í norska landsliðið eftir fimm ára fjarveru og verðu með Noregi á Evrópumótinu. Það má sjá allan listann með því að smella hér. EM 2022 í Englandi Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Sjá meira
ESPN tók einnig slíkan lista saman í fyrra en það er óhætt að segja að það séu miklar sviftingar á listanum á milli ára. Besta knattspyrnukona heims í fyrra, hin bandaríska Sam Mewis fellur niður um 37 sæti, og sú besta í ár, Spánverjinnn Alexia Putellas, hækkar sig um 22 sæti. Putellas er fyrirliði Barcelona liðsins sem vann alla leiki tímabilsins á Spáni en tókst ekki að verja Meistaradeildartitilinn eftir 3-1 tap á móti Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Lyon í úrslitaleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Putellas er 28 ára gömul sókndjarfur miðjumaður sem skoraði 34 mörk í öllum keppnum á nýlokinni leiktíð. Í öðru sæti á listanum er ástralski framherjinn Sam Kerr hjá Chelsea sem í öðru sætinu annað árið í röð. Þriðja er síðan hollenski framherjinn Vivianne Miedema hjá Arsenal en hún var líka í sama sæti í fyrra. Norðurlandabúar eru í sætum fjögur og fimm. Hin norska Caroline Graham Hansen hjá Barelona er í fjórða sætinu og hækkar sig um fimm sæti. Fimmta er síðan hin danska Pernille Harder hjá Chelsea sem fellur niður um eitt sæti á listanum. Catarina Macario hjá Lyon og bandaríska landsliðinu er sjötta á listanum, Marie-Antoinette Katoto hjá Paris Saint-Germain er sjöunda, Spánverjinn Jennifer Hermoso hjá Barcelona er áttunda, liðsfélagi hennar hjá Barca, Aitana Bonmati, er níunda og í tíunda sæti er síðan norski framherjinn Ada Hegerberg. Hegerberg er aftur komin í norska landsliðið eftir fimm ára fjarveru og verðu með Noregi á Evrópumótinu. Það má sjá allan listann með því að smella hér.
EM 2022 í Englandi Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Sjá meira