Loksins Landsmót - hófadynur á Rangárbökkum Landsmót hestamanna 28. júní 2022 13:22 Landsmót hestamanna hefur verið stærsti íþróttaviðburður landsins frá upphafi. Landsmót hestamanna verður haldið dagana 3. til 10. júlí á Rangárbökkum við Hellu. „Loksins,“ segja margir þar sem Landsmótið fór síðast fram 2018. Nú verður öllu til tjaldað og býst Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri hins langþráða Landsmóts við frábærri mætingu. „Landsmótið er eins og Ólympíuleikar hestamanna. Fjörutíu félög um allt land senda keppendur á Landsmótið og fyrstu fjórir dagarnir snúast um mikla hestamennsku og keppni. Við fylgjumst með gæðingakeppni, kynbótahross eru sýnd og metin og svo er keppt í hringvallargreinum. Að keppnisdögunum loknum breytist Landsmótið í meiri hátíð og þá hefst helgarstemmingin. Við búumst við allt að tíu þúsund manns á mótið,“ segir Magnús en Landsmót hestamanna hefur verið stærsti íþróttaviðburður landsins frá upphafi. Og auðvitað allir velkomnir, líka þeir sem aldrei hafa komið á hestbak. Magnús segir gesti eiga von á frábærri skemmtun og fjölbreyttri afþreyingu. Magnús Benediktsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna. „Skemmtidagskráin hefst strax á fimmtudagskvöldið með tónlist og fjöri. Við verðum með barnagarð þar sem ýmsar skemmtilegar uppákomur verða frá fimmtudegi til laugardags, spennandi markaðssvæði er opið alla dagana með kynningarbásum og markaðstjöldum. Þá verðir risa veitingatjald og útimathöll á svæðinu samsett af fjölbreyttum veitingavögnum. Á miðvikudagskvöldinu eru það feðginin Hlynur Snær og Snædís Eva ásamt hljómsveit, á fimmtudagskvöldinu Gunni Óla úr Skítamóral, Íris Buttercup og Stefanía Svavars ásamt hljómsveit, á föstudagskvöldinu halda Helgi Björns, Regína og Páll Óskar uppi fjörinu og svo ljúkum við hátíðinni á laugardagskvöldinu með Papaballi, en Paparnir eru algjörar goðsagnir í huga hestamanna,“ segir Magnús. Gestir mótsins geta gist í tjöldum og ferðavögnum á svæðinu og mælir Magnús með því að panta sér stæði tímanlega. „Miðasala er í fullum gangi inn á Tix.is. Það fylltist hratt í rafmagnstjaldstæðin enda jókst ferðavagnaeign Íslendinga hressilega í covid. Það er þvílík eftirspurn og við þyrftum helst að virkja ána hérna til að redda meira rafmagni,“ segir Magnús hlæjandi. „Við erum líka svo heppin að hér erum við í mekka ferðamennskunnar á Íslandi og mótsgestir geta skroppið í ferðir eða í golf hér í nágrenninu, jafnvel til Vestmannaeyja.“ „Þetta er mitt fyrsta mót og ég hlakka rosalega mikið til. Þetta er mikil áskorun en skemmtileg. Lykilatriði í svona viðburðahaldi er fólkið sem vinnur með mér. Þetta er afar samstilltur hópur með mikla reynslu sem deilir sömu sýn. Landsmót hestamanna hefur einnig verið haldið áður á Rangárbökkum svo hér þarf nánast bara að stinga í samband. Nú er bara að vona að veðrið verði gott, þá verður allt gott,“ segir Magnús. Hestar Landsmót hestamanna Rangárþing ytra Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Landsmótið er eins og Ólympíuleikar hestamanna. Fjörutíu félög um allt land senda keppendur á Landsmótið og fyrstu fjórir dagarnir snúast um mikla hestamennsku og keppni. Við fylgjumst með gæðingakeppni, kynbótahross eru sýnd og metin og svo er keppt í hringvallargreinum. Að keppnisdögunum loknum breytist Landsmótið í meiri hátíð og þá hefst helgarstemmingin. Við búumst við allt að tíu þúsund manns á mótið,“ segir Magnús en Landsmót hestamanna hefur verið stærsti íþróttaviðburður landsins frá upphafi. Og auðvitað allir velkomnir, líka þeir sem aldrei hafa komið á hestbak. Magnús segir gesti eiga von á frábærri skemmtun og fjölbreyttri afþreyingu. Magnús Benediktsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna. „Skemmtidagskráin hefst strax á fimmtudagskvöldið með tónlist og fjöri. Við verðum með barnagarð þar sem ýmsar skemmtilegar uppákomur verða frá fimmtudegi til laugardags, spennandi markaðssvæði er opið alla dagana með kynningarbásum og markaðstjöldum. Þá verðir risa veitingatjald og útimathöll á svæðinu samsett af fjölbreyttum veitingavögnum. Á miðvikudagskvöldinu eru það feðginin Hlynur Snær og Snædís Eva ásamt hljómsveit, á fimmtudagskvöldinu Gunni Óla úr Skítamóral, Íris Buttercup og Stefanía Svavars ásamt hljómsveit, á föstudagskvöldinu halda Helgi Björns, Regína og Páll Óskar uppi fjörinu og svo ljúkum við hátíðinni á laugardagskvöldinu með Papaballi, en Paparnir eru algjörar goðsagnir í huga hestamanna,“ segir Magnús. Gestir mótsins geta gist í tjöldum og ferðavögnum á svæðinu og mælir Magnús með því að panta sér stæði tímanlega. „Miðasala er í fullum gangi inn á Tix.is. Það fylltist hratt í rafmagnstjaldstæðin enda jókst ferðavagnaeign Íslendinga hressilega í covid. Það er þvílík eftirspurn og við þyrftum helst að virkja ána hérna til að redda meira rafmagni,“ segir Magnús hlæjandi. „Við erum líka svo heppin að hér erum við í mekka ferðamennskunnar á Íslandi og mótsgestir geta skroppið í ferðir eða í golf hér í nágrenninu, jafnvel til Vestmannaeyja.“ „Þetta er mitt fyrsta mót og ég hlakka rosalega mikið til. Þetta er mikil áskorun en skemmtileg. Lykilatriði í svona viðburðahaldi er fólkið sem vinnur með mér. Þetta er afar samstilltur hópur með mikla reynslu sem deilir sömu sýn. Landsmót hestamanna hefur einnig verið haldið áður á Rangárbökkum svo hér þarf nánast bara að stinga í samband. Nú er bara að vona að veðrið verði gott, þá verður allt gott,“ segir Magnús.
Hestar Landsmót hestamanna Rangárþing ytra Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira