Starfsmannafjöldinn meira en þrefaldast á tíu árum Enor ehf 28. júní 2022 08:51 Höfuðstöðvar Enor ehf eru í Hafnarstræti 53 á Akureyri. Enor „Það er mikið um að vera í íslensku atvinnulífi í dag. Við þjónustum fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum á sviði endurskoðunar, ársreikningsgerðar, skattaráðgjafar, bókhalds og almennrar fjármála- og fyrirtækjaráðgjafar. Áhugi fyrir fjárfestingum er mikill bæði hjá innlendum og erlendum aðilum og höfum við umsjón með kaupum og sölu og önnumst ráðgjöf,“ segir Davíð Búi Halldórsson, framkvæmdastjóri og hluthafi í endurskoðunarfyrirtækinu Enor ehf. Davíð Búi Halldórsson framkvæmdastjóri og hluthafi í endurskoðunarfyrirtækinu Enor ehf Enor ehf fagnar tíu ára starfsafmæli nú í júní og hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt frá því það var stofnað 12. júní 2012. Á fyrsta árinu störfuðu átta manns hjá fyrirtækinu en í dag telja starfsmenn 30 manns. Þar af eru 6 löggiltir endurskoðendur, fjöldi viðskiptafræðinga, viðurkenndir bókarar og annað starfsfólk. Sérstaða á landsbyggðinni „Við hófum starfsemina á Akureyri en opnuðum fljótlega skrifstofur í Reykjavík og á Húsavík. Það er okkar sérstaða gagnvart helstu samkeppnisaðilum að vera með höfuðstöðvarnar úti á landi með stuðning við ört stækkandi umsvif á höfuðborgarsvæðinu og á Húsavík. Við viljum sinna viðskiptavinum okkar vel á öllum sviðum, erum ekki með mikla yfirbyggingu og viðskiptavinir hafa greiðan aðgang að okkar starfsfólki og stjórnendum. Við sjáum fram á frekari stækkun og höfum skýra sýn á hvert við viljum stefna. Við viljum bregðast fljótt við öllum fyrirspurnum og verkefnum. Við leggjum mikið upp úr háu þjónustustigi og að viðskiptavinir upplifi að þeir séu að fá faglega, góða og trausta þjónustu. Viljum einnig að starfsfólk sé ánægt í starfi og leggjum áherslu á reglulega viðburði með starfsmönnum og mökum þeirra, tökum tillit til aðstæðna hjá hverjum og einum t.d. með sveigjanlegum vinnutíma og fleiri þáttum,“ útskýrir Davíð. Hátt í þúsund skattaframtöl fyrirtækja „Við erum með mjög fjölbreyttan viðskiptavinahóp sem spannar allar atvinnugreinar, stór, meðalstór og smá fyrirtæki bæði innlend og erlend, stofnanir og sveitarfélög, félagasamtök, fjárfesta og einstaklinga. Við erum til dæmis að skila inn hátt í 1000 skattframtölum fyrir fyrirtæki á árinu 2022. Þá hafa umsvif okkar fyrir erlenda aðila aukist verulega, mest frá Evrópu en einnig frá Bandaríkjunum. Höfum reynslu af því að erlendar tengingar eru mikilvægar í þessari starfsemi og við fórum því fljótt eftir stofnun inn í erlent samstarf sem nefnist Praxity, sem er það stærsta sinnar tegundar í heiminum. Erlenda samstarfið hefur gengið mjög vel, við höfum greiðan aðgang að mjög öflugum endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækjum um allan heim og þau jafnframt að okkur. Nánar má kynna sér þjónustu Enor hér. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Davíð Búi Halldórsson framkvæmdastjóri og hluthafi í endurskoðunarfyrirtækinu Enor ehf Enor ehf fagnar tíu ára starfsafmæli nú í júní og hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt frá því það var stofnað 12. júní 2012. Á fyrsta árinu störfuðu átta manns hjá fyrirtækinu en í dag telja starfsmenn 30 manns. Þar af eru 6 löggiltir endurskoðendur, fjöldi viðskiptafræðinga, viðurkenndir bókarar og annað starfsfólk. Sérstaða á landsbyggðinni „Við hófum starfsemina á Akureyri en opnuðum fljótlega skrifstofur í Reykjavík og á Húsavík. Það er okkar sérstaða gagnvart helstu samkeppnisaðilum að vera með höfuðstöðvarnar úti á landi með stuðning við ört stækkandi umsvif á höfuðborgarsvæðinu og á Húsavík. Við viljum sinna viðskiptavinum okkar vel á öllum sviðum, erum ekki með mikla yfirbyggingu og viðskiptavinir hafa greiðan aðgang að okkar starfsfólki og stjórnendum. Við sjáum fram á frekari stækkun og höfum skýra sýn á hvert við viljum stefna. Við viljum bregðast fljótt við öllum fyrirspurnum og verkefnum. Við leggjum mikið upp úr háu þjónustustigi og að viðskiptavinir upplifi að þeir séu að fá faglega, góða og trausta þjónustu. Viljum einnig að starfsfólk sé ánægt í starfi og leggjum áherslu á reglulega viðburði með starfsmönnum og mökum þeirra, tökum tillit til aðstæðna hjá hverjum og einum t.d. með sveigjanlegum vinnutíma og fleiri þáttum,“ útskýrir Davíð. Hátt í þúsund skattaframtöl fyrirtækja „Við erum með mjög fjölbreyttan viðskiptavinahóp sem spannar allar atvinnugreinar, stór, meðalstór og smá fyrirtæki bæði innlend og erlend, stofnanir og sveitarfélög, félagasamtök, fjárfesta og einstaklinga. Við erum til dæmis að skila inn hátt í 1000 skattframtölum fyrir fyrirtæki á árinu 2022. Þá hafa umsvif okkar fyrir erlenda aðila aukist verulega, mest frá Evrópu en einnig frá Bandaríkjunum. Höfum reynslu af því að erlendar tengingar eru mikilvægar í þessari starfsemi og við fórum því fljótt eftir stofnun inn í erlent samstarf sem nefnist Praxity, sem er það stærsta sinnar tegundar í heiminum. Erlenda samstarfið hefur gengið mjög vel, við höfum greiðan aðgang að mjög öflugum endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækjum um allan heim og þau jafnframt að okkur. Nánar má kynna sér þjónustu Enor hér.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira