Erlent

Kona fannst látin í rústum hússins sem sprakk

Árni Sæberg skrifar
Stór hluti hússins sprakk bókstaflega í loft upp.
Stór hluti hússins sprakk bókstaflega í loft upp. Joe Giddens/getty

Slökkviliðið í Vestur-Miðlöndum á Englandi hefur tilkynnt að kona hafi fundist látin í rústum íbúðarhúss sem sprakk í loft upp í Birmingham í gærkvöldi. 

„Það tekur okkur sárt að staðfesta að kona hefur fundist látin á vettvangi,“ segir í tilkynningu frá Slökkviliðinu í Vestur-Miðlöndum á Englandi.

Gríðarleg gassprenging varð í íbúðarhúsi í Birmingham í gærkvöldi en greint var frá því í gær að karlmaður hafi slasast lífshættulega í sprengingunni og fjórir til viðbótar hafi slasast lítillega.

Martin Ward-White, yfirmaður aðgerða slökkviliðs á vettvangi segir að konan hafi fundist skömmu eftir að viðbragðasaðilar komu að húsinu. Þá segir hann að næsta skref sé að rannsaka orsök slyssins. „Við vitum að þetta var gas en við vitum ekki hvað olli gassprengingunni,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir honum.

Að sögn íbúa í hverfinu, sem vildi ekki láta nafns síns getið í umfjöllun PA fréttaveitunnar, fór hann ásamt um tug annarra inn í húsið og dró manninn, sem berst nú fyrir lífi sínu á spítala, út úr húsinu.

Kashif Mahmood var að aka, með fjölskyldu sína í bílnum, fram hjá húsinu þegar það sprakk. Höggbylgja sem fylgdi sprengjunni lék bifreið hans grátt. „Allir loftpúðar sprungu og rúður og þakið brotnuðu,“ segir hann í samtali við BBC.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×