Cloé Eyja á leið á stórmót með kanadíska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 12:00 Cloé Eyja Lacasse fagnar marki fyrir Benfica í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. EPA-EFE/Adam Ihse Kanadíska-íslenska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse er á leiðinni á stórmót eins og íslensku landsliðskonurnar en þó ekki með íslenska landsliðinu. Lacasse hefur verið valin í 22 manna hóp kanadíska landsliðsins fyrir Concacaf keppnina þar sem keppa lið frá Norður- og Mið-Ameríku. Concacaf keppnin í ár, sú ellefta í sögunni, fer fram í Mexíkó frá 4. til 18. júlí. Kanada er í riðli með Kosta Ríka, Panama og Trínidad og Tóbagó. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Kandaíska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari frá því í Tókýó í fyrra en liðið vann síðast Concacaf keppnina árið 2010. Í síðustu keppni fór kanadíska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Bandaríkjunum. Cloé Eyja er ein af sjö framherjum í hópnum en frægastar af þeim eru hin 39 ára gamla Christine Sinclair sem hefur skorað 188 mörk fyrir landsliðið, hin 29 ára gamla Adriana Leon sem var markahæst í síðustu Concacaf keppni árið 2018 og svo hin 21 árs gamla Jordyn Huitema sem yfirgaf nýverið franska liðið Paris Saint-Germain. Það er því mikil samkeppni fyrir Cloé Eyju sem á enn eftir að skora eftir sex landsleiki fyrir Kanada. Cloé Eyja hefur farið á kostum með portúgalska liðinu Benfica síðan hún yfirgaf ÍBV árið 2019 og er alls með 67 mörk í 88 leikjum fyrir félagið. Cloé skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild með ÍBV og varð bikarmeistari með liðinu árið 2017. Hún lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og fékk íslenskan ríkisborgararétt í júní 2019. KSÍ fékk ekki keppnisleyfi fyrir hana þegar velja átti hana í landsliðið og á endanum vann hún sér í staðinn sæti í kandadíska landsliðinu. Cloé er nú á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Lacasse hefur verið valin í 22 manna hóp kanadíska landsliðsins fyrir Concacaf keppnina þar sem keppa lið frá Norður- og Mið-Ameríku. Concacaf keppnin í ár, sú ellefta í sögunni, fer fram í Mexíkó frá 4. til 18. júlí. Kanada er í riðli með Kosta Ríka, Panama og Trínidad og Tóbagó. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Kandaíska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari frá því í Tókýó í fyrra en liðið vann síðast Concacaf keppnina árið 2010. Í síðustu keppni fór kanadíska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Bandaríkjunum. Cloé Eyja er ein af sjö framherjum í hópnum en frægastar af þeim eru hin 39 ára gamla Christine Sinclair sem hefur skorað 188 mörk fyrir landsliðið, hin 29 ára gamla Adriana Leon sem var markahæst í síðustu Concacaf keppni árið 2018 og svo hin 21 árs gamla Jordyn Huitema sem yfirgaf nýverið franska liðið Paris Saint-Germain. Það er því mikil samkeppni fyrir Cloé Eyju sem á enn eftir að skora eftir sex landsleiki fyrir Kanada. Cloé Eyja hefur farið á kostum með portúgalska liðinu Benfica síðan hún yfirgaf ÍBV árið 2019 og er alls með 67 mörk í 88 leikjum fyrir félagið. Cloé skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild með ÍBV og varð bikarmeistari með liðinu árið 2017. Hún lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og fékk íslenskan ríkisborgararétt í júní 2019. KSÍ fékk ekki keppnisleyfi fyrir hana þegar velja átti hana í landsliðið og á endanum vann hún sér í staðinn sæti í kandadíska landsliðinu. Cloé er nú á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira