Erlent

Einn í lífs­hættu eftir að hús sprakk

Árni Sæberg skrifar
Húsið sprakk í loft upp.
Húsið sprakk í loft upp. West Midlands Fire Service

Einbýlishús sprakk í Birmingham á Englandi í nótt með þeim afleiðingum að karlmaður liggur á spítala í lífshættu.

Um klukkan hálf níu að staðartíma í kvöld var hringt á neyðarlínuna í Birmingham á Englandi. Þar hafði hús sprungið í loft upp en þrjú önnur hús skemmdust í sprengingunni.

Einn er lífshættulega slasaður en fjórir aðrir hlutu smávægileg meiðsli í sprengingunni.

Ekki er enn vitað hvað olli sprengingunni en slökkviliði í Birmingham tilkynnti fyrir skömmu að talið væri að um gassprengingu hafi verið að ræða, að því er segir í frétt Birmingham Mail um málið.

Lögreglan í Birmingham hefur lokað svæðinu þar sem húsið er algjörlega og íbúar í götunni hafa verið fluttir á brott. Starfsfólk borgarinnar er þeim innan handar og þeim sem þurfa verður séð fyrir húsnæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×