Markalaust var að loknum fyrri hálfleik þegar Strømsgodset og Lillestrøm áttust við. Heimamenn í Strømsgodset tóku svo forystuna á 53. mínútu og staðan var orðin 2-0 þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.
Gestirnir í Lillestrøm þurftu svo að leika manni færri seinustu mínútur leiksins eftir að Gjermund Asen lét reka sig af velli og heimamenn gengu á lagið og bættu þriðja markinu við í uppbótartíma.
Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Strømsgodset sem nú er með 20 stig í fjórða sæti deildarinnar eftir 12 leiki. Hólmert Aron Friðjónsson kom inn af varamannabekknum fyrir Lillestrøm þegar um 15 mínútur voru til leiksloka. Lillestrøm trónir enn á toppi deildarinnar með 27 stig, en eins og áður segir var þetta fyrsta tap liðsins á tímabilinu.
Þá lék Alfons Sampsted allan leikinn í liði Noregsmeistara Bodø/Glimt sem unnu 2-0 sigur gegn Ålesund. Alfons og félagar sitja í fimmta sæti deildarinnar með 19 stig, en Ålesund í því áttunda með 16 stig.