Formaður Afstöðu kallar eftir breyttri löggjöf um reynslulausn á Íslandi. Fangar sem fá þyngri dóma fá sjaldan sem aldrei reynslulausn hér ólíkt því sem tíðkast á Norðurlöndum.
Sala á hjólhýsum er í hæstu hæðum þetta sumarið, þrátt fyrir að frelsi til utanlandsferða sé mun meira en síðustu tvö sumur. Sölumaður telur að fólk hafi uppgötvað landið upp á nýtt í kórónuveirufaraldrinum og muni halda áfram að ferðast innanlands í auknum mæli.
Þá heimsækir Magnús Hlynur einu garðyrkjustöðina á Snæfellsnesi og smakkar þar æt blóm. Við verðum loks í beinni útsendingu frá listahátíðinni Fringe festival, þar sem kennt hefur ýmissa grasa um helgina.