Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2022 08:58 Aldís segir það alveg rétt að sveitarstjórar séu vel launaðir en að nauðsynlegt sé að horfa á málið í samhelgi við launasetningu í samfélaginu almennt. Vísir/Vilhelm Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. Aldís ræddi launamál sveitarstjóra í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, en talsvert hefur verið fjallað um laun sveitarstjóra eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar. Þannig hafa Píratar í Kópavogi harðlega gagnrýnt laun bæjarstjóra og sömu sögu er að segja af á Seltjarnarnesi þar sem minnihlutinn gagnrýnir laun bæjarstjórans. Aldís segir það alveg rétt að sveitarstjórar séu vel launaðir en að nauðsynlegt sé að horfa á málið í samhelgi við launasetningu í samfélaginu almennt. „Það var mjög fróðlegt til dæmis að lesa tekjublöðin sem voru gefin út síðasta haust og sjá hvernig stjórnendur almennt í fyrirtækjum, bönkum, tryggingarfélögum eru launasettir. Þá voru sveitarstjórar ekki að skera sig úr, nema síður sér. En við kvörtum ekki yfir laununum okkar. Þetta eru ágætis laun, góð laun. En það er mikilvægt að horfa til þess umhverfis sem sveitarstjórar starfa í. Þeir eru til dæmis oft yfirmenn hundruð starfsmanna, jafnvel þúsunda. Það er ekki þannig að sveitarstjórarnir séu verklausir. Mér finnst stundum þessi umræða vera þannig að sveitarstjórar séu bara afætur á íslensku samfélagi. Mér finnst rangt að leggja þetta upp þannig.“ Hlusta má á viðtalið við Aldísi í spilaranum að neðan. Aldís segir svo ekki vera að til sé einhver almennur taxti sem að sveitarstjórar og kjörnir fulltrúar ganga inn í. „Það er ekki þannig. Sveitarstjórnir hafa ekki með sér stéttarfélag, kannski vegna þess að þetta er fámenn stétt og það er öllum frjálst að semja við sína sveitarstjóra. Aftur á móti hefur Samband íslenskra sveitarfélaga gert kjarakönnun með reglubundnum hætti þar sem farið er yfir og óskað upplýsinga frá sveitarfélögum um það hvernig laun bæjar- og sveitarstjóra séu og eins kjörinna fulltrúa. Þessi könnun er birt á heimasíðu sambandsins. Ég held að langflestir, þegar þeir eru að launasetja sitt fólk í þessum stöðum, hafi hana til hliðsjónar.“ Sveitarstjórinn í vinninni allan sólarhringinn Aldís segir það vissulega rétt að sveitarstjórum séu greidd góð laun. „Það er vinsæl iðja Íslendinga að skoða laun í tekjublöðum sem eru gefin út einu sinni á ári. Þá hef ég tekið eftir, og sjálfsagt margir, að laun almennt í stjórnunarstöðum eru há. Og þá eru sveitarstjórar ekkert sérstaklega að skera sig úr þegar horft er til stjórnenda millistórra fyrirtækja til dæmis. Mér finnst mikilvægt í þessari umræðu allri að því sé haldið til haga að bæjar og sveitarstjórar eru kannski í sérstakri stöðu. Þeir eru ráðnir af bæjarstjórnum og flestir, og þá meina ég bæði sveitarstjórnirnar og íbúar allra sveitarfélaga, vilja að sveitarstjórinn sinn sé vakinn og sofinn yfir hagsmunum íbúa, fyrirtækja, hagsmunum sveitarfélagsins almennt, allan sólarhringinn. Við höfum öll fylgst með hvernig sveitarstjórar hafa sinnt starfi sínu þegar eitthvað bjátar á í sveitarfélögum. Það er er enginn sem virðir vinnutíma sveitarstjóra þegar til dæmis náttúruhamfarir ríða yfir eða einhver áföll verða í samfélögum eða annað slíkt. Þá er sveitarstjórinn í vinnunni allan sólarhringinn. Hann er í rauninni í vinnunni allan sólarhringinn þann tíma sem hann er ráðinn sveitarstjóri. Ég held að vinnuframlag sveitarstjóra er gríðarlega mikið, ekki síst í smærri sveitarfélögum. Það er alla vega ekkert minna í smærri sveitarfélögum heldur en þeim stóru, þó að íbúarnir séu færri, því verkefnin eru sama eðlis.“ Pólitísk gagnrýni Aldís bendir á ekki megi missa sjónar af því að oft sé gagnrýni á há laun sveitarstjóra afar pólitísk. „Þegar við erum að verða vitni af því að þetta eru til dæmis minnihlutar í sveitarfélögum sem hvað harðast gagnrýna launin sem kannski ætluðu sér sjálfir einmitt að vinna nýafstaðnar kosningar og jafnvel setjast í þennan sjálf. Þá hefði nú verið fróðlegt að vita hvort þeir hafi ætlað sér að launa sér með allt öðrum hætti heldur en alls staðar annars staðar er gert,“ segir Aldís. Sveitarstjórnarmál Kjaramál Bítið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48 Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Aldís ræddi launamál sveitarstjóra í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, en talsvert hefur verið fjallað um laun sveitarstjóra eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar. Þannig hafa Píratar í Kópavogi harðlega gagnrýnt laun bæjarstjóra og sömu sögu er að segja af á Seltjarnarnesi þar sem minnihlutinn gagnrýnir laun bæjarstjórans. Aldís segir það alveg rétt að sveitarstjórar séu vel launaðir en að nauðsynlegt sé að horfa á málið í samhelgi við launasetningu í samfélaginu almennt. „Það var mjög fróðlegt til dæmis að lesa tekjublöðin sem voru gefin út síðasta haust og sjá hvernig stjórnendur almennt í fyrirtækjum, bönkum, tryggingarfélögum eru launasettir. Þá voru sveitarstjórar ekki að skera sig úr, nema síður sér. En við kvörtum ekki yfir laununum okkar. Þetta eru ágætis laun, góð laun. En það er mikilvægt að horfa til þess umhverfis sem sveitarstjórar starfa í. Þeir eru til dæmis oft yfirmenn hundruð starfsmanna, jafnvel þúsunda. Það er ekki þannig að sveitarstjórarnir séu verklausir. Mér finnst stundum þessi umræða vera þannig að sveitarstjórar séu bara afætur á íslensku samfélagi. Mér finnst rangt að leggja þetta upp þannig.“ Hlusta má á viðtalið við Aldísi í spilaranum að neðan. Aldís segir svo ekki vera að til sé einhver almennur taxti sem að sveitarstjórar og kjörnir fulltrúar ganga inn í. „Það er ekki þannig. Sveitarstjórnir hafa ekki með sér stéttarfélag, kannski vegna þess að þetta er fámenn stétt og það er öllum frjálst að semja við sína sveitarstjóra. Aftur á móti hefur Samband íslenskra sveitarfélaga gert kjarakönnun með reglubundnum hætti þar sem farið er yfir og óskað upplýsinga frá sveitarfélögum um það hvernig laun bæjar- og sveitarstjóra séu og eins kjörinna fulltrúa. Þessi könnun er birt á heimasíðu sambandsins. Ég held að langflestir, þegar þeir eru að launasetja sitt fólk í þessum stöðum, hafi hana til hliðsjónar.“ Sveitarstjórinn í vinninni allan sólarhringinn Aldís segir það vissulega rétt að sveitarstjórum séu greidd góð laun. „Það er vinsæl iðja Íslendinga að skoða laun í tekjublöðum sem eru gefin út einu sinni á ári. Þá hef ég tekið eftir, og sjálfsagt margir, að laun almennt í stjórnunarstöðum eru há. Og þá eru sveitarstjórar ekkert sérstaklega að skera sig úr þegar horft er til stjórnenda millistórra fyrirtækja til dæmis. Mér finnst mikilvægt í þessari umræðu allri að því sé haldið til haga að bæjar og sveitarstjórar eru kannski í sérstakri stöðu. Þeir eru ráðnir af bæjarstjórnum og flestir, og þá meina ég bæði sveitarstjórnirnar og íbúar allra sveitarfélaga, vilja að sveitarstjórinn sinn sé vakinn og sofinn yfir hagsmunum íbúa, fyrirtækja, hagsmunum sveitarfélagsins almennt, allan sólarhringinn. Við höfum öll fylgst með hvernig sveitarstjórar hafa sinnt starfi sínu þegar eitthvað bjátar á í sveitarfélögum. Það er er enginn sem virðir vinnutíma sveitarstjóra þegar til dæmis náttúruhamfarir ríða yfir eða einhver áföll verða í samfélögum eða annað slíkt. Þá er sveitarstjórinn í vinnunni allan sólarhringinn. Hann er í rauninni í vinnunni allan sólarhringinn þann tíma sem hann er ráðinn sveitarstjóri. Ég held að vinnuframlag sveitarstjóra er gríðarlega mikið, ekki síst í smærri sveitarfélögum. Það er alla vega ekkert minna í smærri sveitarfélögum heldur en þeim stóru, þó að íbúarnir séu færri, því verkefnin eru sama eðlis.“ Pólitísk gagnrýni Aldís bendir á ekki megi missa sjónar af því að oft sé gagnrýni á há laun sveitarstjóra afar pólitísk. „Þegar við erum að verða vitni af því að þetta eru til dæmis minnihlutar í sveitarfélögum sem hvað harðast gagnrýna launin sem kannski ætluðu sér sjálfir einmitt að vinna nýafstaðnar kosningar og jafnvel setjast í þennan sjálf. Þá hefði nú verið fróðlegt að vita hvort þeir hafi ætlað sér að launa sér með allt öðrum hætti heldur en alls staðar annars staðar er gert,“ segir Aldís.
Sveitarstjórnarmál Kjaramál Bítið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48 Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48
Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu