Vilja fleiri frá París og nágrenni í lið sitt á næstu árum Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júní 2022 07:01 Nasser Al-Khelaifi vill breyta um kúrs hjá PSG. Vísir/Getty Forráðamenn Paris Saint-Germain hyggjast breyta um stefnu sína í leikmannakaupum á komandi keppnistímabilum en félagið þokast í átt að samkomulagi við Christophe Galtier, þjálfara Nice, um taka við liðinu af Mauricio Pohettino sem látinn var taka pokann sinn á dögunum. Galtier, sem er 55 ára gamalll, gerði Lille að frönskum meisturum vorið 2021 og tók svo við stjórnartaumunum hjá Nice sem hafnaði í fimmta sæti frönsku efstu deildarinnar undir hans stjórn á nýlokinni leiktíð. Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, segir félagið hafa hug á því að stilla upp liði með eingöngu leikmönnum frá Parísarsvæðinu í náinni framtíð. „Við viljum hafa í okkar röðum leikmenn sem elska félagið og hafa brennandi ástríðu fyrir PSG. Við leitum að leikmönnum sem elska að berjast og vinna," segir Khelaifi. „Þýðir þetta að tími stórstjarna með stjörnuljóma sé liðinn. Ekkert endilega. Neymar er skýrt dæmi um svokallaðan bling-bling leikmann. Ég er ekki að útiloka að Neymar og aðrar stjörnu liðsins eigi framtíð fyrir sér hjá félaginu en þeir verða að leggja mun meira að mörkum en þeir gerðu á síðasta tímabili," segir forsetinn og sendir skýr skilaboð til leikmanna sinna. „Það verða breytingar á leikmannahópi liðsins í sumar og á næstu misserum. Þeir leikmenn sem eru ekki að að róa í sömu átt og tilbúnir að leggja allt í sölurnar mega fara. Markmið mitt er að mynda lið skipað leikmönnum frá París. Það eru fjölmargir einkar hæfileikaríkir leikmenn frá Parísarsvæðinu og bestu leikmenn borgarinnar og nágrenni hennar verðskulda það að spila með PSG. Þetta mun taka tíma en þetta er það sem við stefnum að," segir Khelaifi sem skipti um yfirmann knattspyrnumála nýverið. Luis Campos, sem sinnt hefur sama starfi hjá Mónakó og Lille tók við af Leonardo. Franski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Galtier, sem er 55 ára gamalll, gerði Lille að frönskum meisturum vorið 2021 og tók svo við stjórnartaumunum hjá Nice sem hafnaði í fimmta sæti frönsku efstu deildarinnar undir hans stjórn á nýlokinni leiktíð. Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, segir félagið hafa hug á því að stilla upp liði með eingöngu leikmönnum frá Parísarsvæðinu í náinni framtíð. „Við viljum hafa í okkar röðum leikmenn sem elska félagið og hafa brennandi ástríðu fyrir PSG. Við leitum að leikmönnum sem elska að berjast og vinna," segir Khelaifi. „Þýðir þetta að tími stórstjarna með stjörnuljóma sé liðinn. Ekkert endilega. Neymar er skýrt dæmi um svokallaðan bling-bling leikmann. Ég er ekki að útiloka að Neymar og aðrar stjörnu liðsins eigi framtíð fyrir sér hjá félaginu en þeir verða að leggja mun meira að mörkum en þeir gerðu á síðasta tímabili," segir forsetinn og sendir skýr skilaboð til leikmanna sinna. „Það verða breytingar á leikmannahópi liðsins í sumar og á næstu misserum. Þeir leikmenn sem eru ekki að að róa í sömu átt og tilbúnir að leggja allt í sölurnar mega fara. Markmið mitt er að mynda lið skipað leikmönnum frá París. Það eru fjölmargir einkar hæfileikaríkir leikmenn frá Parísarsvæðinu og bestu leikmenn borgarinnar og nágrenni hennar verðskulda það að spila með PSG. Þetta mun taka tíma en þetta er það sem við stefnum að," segir Khelaifi sem skipti um yfirmann knattspyrnumála nýverið. Luis Campos, sem sinnt hefur sama starfi hjá Mónakó og Lille tók við af Leonardo.
Franski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira