Alþjóðasundsambandið takmarkar þátttöku transkvenna í kvennaflokki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 09:00 Lia Thomas mun ekki geta keppt á Ólympíuleikunum í París eins og til stóð eftir ákvörðun FINA. Rich von Biberstein/Getty Images FINA, Alþjóðasundsambandið, hefur tilkynnt breytingu á regluverki sambandsins. Samkvæmt nýjum reglum þurfa transkonur að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. The Guardian greinir frá en breytingin hlaut yfirburðakosningu á HM í sundi sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Fékk lagabreytingin 71 prósent kosningu en alls kusu 152 landssambönd. Í rannsókn sem FINA stóð fyrir kom í ljós að þær transkonur sem höfðu hafið eða farið í gegnum kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað, höfðu of mikið forskot á aðra keppendur í kvennaflokki. Þetta átti einnig við eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. Flest íþróttasambönd styðjast við testósterón mælingar er kemur að því að ákvarða hvort transkonur mega keppa í kvennaflokki eða ekki. FINA hefur ákveðið að fara aðrar leiðir. Í 34 blaðsíðna regluverki sambandsins segir nú að transkonur geti aðeins keppt í kvennaflokki geti þær sýnt fram á að þær hafi ekki hafið kynþroska áður en þær hófu kynleiðréttingarferlið. Í regluverkinu er miðað við 12 ára aldur. „Við þurfum að vernda rétt íþróttafólks okkar til keppni en að sama skapi þurfum við að vernda samkeppnishæfni á mótum okkar,“ sagði Husain al-Musallam, forseti FINA. Hann bætti við að það yrðu stofnaðir „opnir“ flokkar þar sem transkonur sem geta ekki lengur keppt í kvennaflokki gætu keppt. Husain Al-Musallam, forseti FINA.Andrea Staccioli/Getty Images Sundkonurnar fyrrverandi Sharron Davies og Karen Pickering fagna ákvörðun sambandsins. „Ég get ekki sagt ykkur hversu stolt ég er af íþróttinni minni, FINA og forseta þess fyrir að nýta vísindin. Fyrir að tala við bæði þjálfara og keppendur og standa upp fyrir sanngirni í kvennaíþróttum. Sund mun alltaf bjóða alla velkomna en sanngirni er hornsteinn íþrótta,“ sagði Davies á Twitter-síðu sinni. I can t tell you how proud I am of my sport @fina & @fina_president for doing the science, asking the athletes/coaches and standing up for fair sport for females. Swimming will always welcome everyone no matter how you identify but fairness is the cornerstone of sport https://t.co/1IaMkIFOkX— Sharron Davies MBE (@sharrond62) June 19, 2022 „Ég var á þinginu þar sem FINA kynnti regluverk sitt og kosning fór fram. Ég get staðfest umhyggju og samúð sem þeim keppendum sem geta ekki lengur keppt í flokki til samræmis við kyn sitt. En það verður að vernda samkeppnishæfni í kvennaíþróttum,“ sagði Pickering. Innan sundheimsins skapaðist mikil umræða er Lia Thomas, sem var miðlungs sundmaður áður en hún gekkst undir kynleiðréttingu, vann NCAA-titil í sundi. Var henni hampað sem brautryðjanda af sumum á meðan aðrir sáu hana ógna samkeppnishæfni kvennaíþrótta. Lia Thomas banned from competing against women as swimming cracks down on transgender athletes. @JWTelegraph reports.https://t.co/5dIhb9rDtm— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 19, 2022 Regluverk FINA gerir það að verkum að Thomas getur ekki keppt í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024 eins og hún ætlaði sér að gera. Sund Málefni trans fólks Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
The Guardian greinir frá en breytingin hlaut yfirburðakosningu á HM í sundi sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Fékk lagabreytingin 71 prósent kosningu en alls kusu 152 landssambönd. Í rannsókn sem FINA stóð fyrir kom í ljós að þær transkonur sem höfðu hafið eða farið í gegnum kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað, höfðu of mikið forskot á aðra keppendur í kvennaflokki. Þetta átti einnig við eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. Flest íþróttasambönd styðjast við testósterón mælingar er kemur að því að ákvarða hvort transkonur mega keppa í kvennaflokki eða ekki. FINA hefur ákveðið að fara aðrar leiðir. Í 34 blaðsíðna regluverki sambandsins segir nú að transkonur geti aðeins keppt í kvennaflokki geti þær sýnt fram á að þær hafi ekki hafið kynþroska áður en þær hófu kynleiðréttingarferlið. Í regluverkinu er miðað við 12 ára aldur. „Við þurfum að vernda rétt íþróttafólks okkar til keppni en að sama skapi þurfum við að vernda samkeppnishæfni á mótum okkar,“ sagði Husain al-Musallam, forseti FINA. Hann bætti við að það yrðu stofnaðir „opnir“ flokkar þar sem transkonur sem geta ekki lengur keppt í kvennaflokki gætu keppt. Husain Al-Musallam, forseti FINA.Andrea Staccioli/Getty Images Sundkonurnar fyrrverandi Sharron Davies og Karen Pickering fagna ákvörðun sambandsins. „Ég get ekki sagt ykkur hversu stolt ég er af íþróttinni minni, FINA og forseta þess fyrir að nýta vísindin. Fyrir að tala við bæði þjálfara og keppendur og standa upp fyrir sanngirni í kvennaíþróttum. Sund mun alltaf bjóða alla velkomna en sanngirni er hornsteinn íþrótta,“ sagði Davies á Twitter-síðu sinni. I can t tell you how proud I am of my sport @fina & @fina_president for doing the science, asking the athletes/coaches and standing up for fair sport for females. Swimming will always welcome everyone no matter how you identify but fairness is the cornerstone of sport https://t.co/1IaMkIFOkX— Sharron Davies MBE (@sharrond62) June 19, 2022 „Ég var á þinginu þar sem FINA kynnti regluverk sitt og kosning fór fram. Ég get staðfest umhyggju og samúð sem þeim keppendum sem geta ekki lengur keppt í flokki til samræmis við kyn sitt. En það verður að vernda samkeppnishæfni í kvennaíþróttum,“ sagði Pickering. Innan sundheimsins skapaðist mikil umræða er Lia Thomas, sem var miðlungs sundmaður áður en hún gekkst undir kynleiðréttingu, vann NCAA-titil í sundi. Var henni hampað sem brautryðjanda af sumum á meðan aðrir sáu hana ógna samkeppnishæfni kvennaíþrótta. Lia Thomas banned from competing against women as swimming cracks down on transgender athletes. @JWTelegraph reports.https://t.co/5dIhb9rDtm— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 19, 2022 Regluverk FINA gerir það að verkum að Thomas getur ekki keppt í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024 eins og hún ætlaði sér að gera.
Sund Málefni trans fólks Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira