Búi sig undir að stríðið í Úkraínu geti staðið yfir í nokkur ár Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 15:20 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. Samsett Vesturlönd þurfa að búa sig undir langvarandi stríðsátök í Úkraínu og halda áfram að styðja við stjórnvöld þar til að aftra frekari árásumVladimírs Pútín Rússlandsforseta. Þetta segja leiðtogar Bretlands og NATO. „Við megum ekki hætta stuðningi við Úkraínu. Jafnvel þó því fylgi mikill kostnaður, ekki einungis vegna hernaðarstuðnings, heldur einnig vegna hækkandi orku- og matvælaverðs,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), í viðtali við þýska dagblaðið Bild am Sonntag en átökin hafa víða ýtt undir verðhækkanir og aukið hættuna á fæðuskorti. Hann bætti við að enginn vissi hversu lengi átökin muni vara en Vesturlönd þyrftu að búa sig undir „þann möguleika að þau geti staðið í fleiri ár.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur í sama streng og segir í grein í breska blaðinu Sunday Times að vestrænir bandamenn þurfi að herða sig upp fyrir langt stríð. Fjallað er um nýlegar yfirlýsingar þeirra í frétt CNN. Johnson heimsótti Kænugarð á föstudag og segir það hafa verið markmið Pútíns að ná Donbas-héröðunum í austurhluta Úkraínu á vald Rússa allt frá því að hersveitir þeirra gerðu sína fyrstu innrás í Úkraínu fyrir átta árum síðan. Tíminn verði að vinna með Úkraínumönnum Bæði Stoltenberg og Johnson leggja áherslu á að nauðsynlegt sé að afstýra frekari árásargirni Rússa. „Ef Pútín lærir það af þessu stríði að hann geti bara haldið áfram líkt og hann gerði eftir stríðið í Georgíu og hernámið á Krímskaga árið 2014, þá munum við öll gjalda fyrir það hærra verði,“ segir Stoltenberg í Bild am Sonntag. Johnson segir í grein sinni í dag að með því að veita Úkraínu styrkan stuðning til langs tíma væru Bretar og bandamenn þeirra ekki síður að auka eigið öruggi og verja heiminn frá „banvænum draumum Pútíns og þeim sem gætu reynt að leika þá eftir.“ „Tíminn er hér lykilþáttur. Allt mun hvíla á því hvort Úkraína geti styrkt getu sína til að verja landsvæði sitt hraðar en Rússland geti endurvakið árásargetu sína. Okkar verkefni er sjá til þess að tíminn vinni með Úkraínu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Bretland NATO Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
„Við megum ekki hætta stuðningi við Úkraínu. Jafnvel þó því fylgi mikill kostnaður, ekki einungis vegna hernaðarstuðnings, heldur einnig vegna hækkandi orku- og matvælaverðs,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), í viðtali við þýska dagblaðið Bild am Sonntag en átökin hafa víða ýtt undir verðhækkanir og aukið hættuna á fæðuskorti. Hann bætti við að enginn vissi hversu lengi átökin muni vara en Vesturlönd þyrftu að búa sig undir „þann möguleika að þau geti staðið í fleiri ár.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur í sama streng og segir í grein í breska blaðinu Sunday Times að vestrænir bandamenn þurfi að herða sig upp fyrir langt stríð. Fjallað er um nýlegar yfirlýsingar þeirra í frétt CNN. Johnson heimsótti Kænugarð á föstudag og segir það hafa verið markmið Pútíns að ná Donbas-héröðunum í austurhluta Úkraínu á vald Rússa allt frá því að hersveitir þeirra gerðu sína fyrstu innrás í Úkraínu fyrir átta árum síðan. Tíminn verði að vinna með Úkraínumönnum Bæði Stoltenberg og Johnson leggja áherslu á að nauðsynlegt sé að afstýra frekari árásargirni Rússa. „Ef Pútín lærir það af þessu stríði að hann geti bara haldið áfram líkt og hann gerði eftir stríðið í Georgíu og hernámið á Krímskaga árið 2014, þá munum við öll gjalda fyrir það hærra verði,“ segir Stoltenberg í Bild am Sonntag. Johnson segir í grein sinni í dag að með því að veita Úkraínu styrkan stuðning til langs tíma væru Bretar og bandamenn þeirra ekki síður að auka eigið öruggi og verja heiminn frá „banvænum draumum Pútíns og þeim sem gætu reynt að leika þá eftir.“ „Tíminn er hér lykilþáttur. Allt mun hvíla á því hvort Úkraína geti styrkt getu sína til að verja landsvæði sitt hraðar en Rússland geti endurvakið árásargetu sína. Okkar verkefni er sjá til þess að tíminn vinni með Úkraínu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Bretland NATO Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira