Samkvæmt breskum fjölmiðlum, Daily Mail, Daily Star, Sun og fleirum er Haaland með tæplega 130 milljón punda söluákvæði sem mun virkjast árið 2024. Spænska liðið er strax byrjað að undirbúa fjárhæðir til að tryggja sér þjónustu norska markahróksins.
Haaland var sterklega orðaður við Real Madrid áður en hann gekk til liðs við Manchester City en við komuna til City greindu ýmsir miðlar frá því að Haaland hafi verið lofað að fara til Real Madrid á síðari stigum ferils hans.
Real er ekki að breyta áætlunum sínum með þessu útspili, þ.e.a.s. eftir að félaginu mistókst að fá Mbappe til liðs við sig í sumar. Samkvæmt Daily Post voru markmið Madrídinga alltaf að fá Mbappe til liðs við sig á þessu ári og Haaland átti svo að koma árið 2024 til að taka við keflinu af Karim Benzema.