Heiður fyrir pólska samfélagið á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2022 19:25 Sylwia segir það mikinn heiður að hafa verið fjallkonan í ár. RÚV Sylwia Zajkowska er fjallkonan árið 2022. Hún flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Sylwia er pólsk og segir það mikinn heiður að hafa fengið að gegna hlutverki fjallkonunnar. Sylwia ávarpaði þau sem saman voru komin á Austurvelli fyrir hádegi í dag, á hátíðardagskrá Alþingis og forsætisráðuneytisins. Skömmu áður hafði Guðni Th. Jóhannesson ásamt nýstúdentum lagt blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, auk þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu. Sylwia flutti ávarp eftir Brynju Hjálmsdóttur. Sylwia er frá Póllandi en býr hér á landi og starfar sem leikkona hjá brúðuleikhúsinu Handbendi. Fréttastofa ræddi við Sylwiu um hlutverkið, og hvaða þýðingu það hafði fyrir hana að vera fjallkonan í ár. „Ég er mjög ánægð með að vera fyrsta fjallkonan sem er ekki íslensk. Ég veit að þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist. Og ég held að þetta sé líka þýðingarmikið fyrir aðra sem búa hér sem eru ekki íslenskir. Þetta er heiður,“ sagði Sylwia þegar fréttastofa ræddi við hana, að lokinni uppsetningu á leikritinu Heimferð, sem sýnt var í Iðnó í dag. Erfitt að segja ekki frá „Mér finnst þetta mikilvægt fyrir pólska samfélagið hér og mér finnst þetta heiður fyrir okkur, að fá að vera táknmynd Íslendinga á svona degi. Það er mikil viðurkenning,“ segir Sylwia semhefur búið hér á landi um nokkurt skeið. „Það kom mér á óvart að fá að gera þetta, ég hef ekki verið lengi á Íslandi og ég vissi ekki af þessari hefð. Þegar ég vissi að ég yrði fjallkonan varð ég mjög spennt, en ég þurfti að halda því leyndu og það var erfitt.“ 17. júní Innflytjendamál Pólland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Sylwia ávarpaði þau sem saman voru komin á Austurvelli fyrir hádegi í dag, á hátíðardagskrá Alþingis og forsætisráðuneytisins. Skömmu áður hafði Guðni Th. Jóhannesson ásamt nýstúdentum lagt blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, auk þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu. Sylwia flutti ávarp eftir Brynju Hjálmsdóttur. Sylwia er frá Póllandi en býr hér á landi og starfar sem leikkona hjá brúðuleikhúsinu Handbendi. Fréttastofa ræddi við Sylwiu um hlutverkið, og hvaða þýðingu það hafði fyrir hana að vera fjallkonan í ár. „Ég er mjög ánægð með að vera fyrsta fjallkonan sem er ekki íslensk. Ég veit að þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist. Og ég held að þetta sé líka þýðingarmikið fyrir aðra sem búa hér sem eru ekki íslenskir. Þetta er heiður,“ sagði Sylwia þegar fréttastofa ræddi við hana, að lokinni uppsetningu á leikritinu Heimferð, sem sýnt var í Iðnó í dag. Erfitt að segja ekki frá „Mér finnst þetta mikilvægt fyrir pólska samfélagið hér og mér finnst þetta heiður fyrir okkur, að fá að vera táknmynd Íslendinga á svona degi. Það er mikil viðurkenning,“ segir Sylwia semhefur búið hér á landi um nokkurt skeið. „Það kom mér á óvart að fá að gera þetta, ég hef ekki verið lengi á Íslandi og ég vissi ekki af þessari hefð. Þegar ég vissi að ég yrði fjallkonan varð ég mjög spennt, en ég þurfti að halda því leyndu og það var erfitt.“
17. júní Innflytjendamál Pólland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira