Sindri Kristinn: „Það er bara bannað og Villi veit það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júní 2022 21:43 Sindri Kristinn var ekki ánægður með að fá ekki aukaspyrnu þegar Stjarnan skoraði sitt annað mark í leiknum. Vísir/Bára Dröfn Sindri Kristinn Ólafsson átti fínan leik í marki Keflavíkur þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Hann var ekki sáttur með að annað mark Stjörnunnar í leiknum hafi fengið að standa. „Auðvitað var ég ósáttur. Við sáum þetta á EM síðast þegar Kasper Schmeichel setti aðra höndina ofan á boltann og það var sparkað undan honum boltanum og dæmt í VAR“, sagði Sindri í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Þarna er ég með báðar hendur, fullt vald á boltanum og hann sparkar honum úr höndunum á mér. Það er bara bannað og Villi veit það,“ bætti hann við. Hann á þar við Vilhjálm Alvar Þórarinsson dómara leiksins. „Við töluðum saman eftir leik. Hann ætlaði að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta en ef hann sá þetta ekki vel þá finnst mér að aðstoðardómari tvö eigi að sjá þetta. Við Villi erum góðir félagar, ef hann veit að hann á að gera betur þarna þá er ég sáttur.“ Sindri sagði að hann hefði rætt við Vilhjálm strax eftir leik og á von á útskýringu. „Hann sagðist ætla að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta og þá erum við bara á málefnalegum nótum og það er gott.“ Sindri var nokkuð sáttur með niðurstöðuna úr leik kvöldsins. „Auðvitað er maður alltaf ósáttur ef maður vinnur ekki en ef við horfum á hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik en þeir kannski ívið sterkari í seinni. Ef maður horfir á þetta með augum hvorki Keflvíkings né Stjörnumanns þá er þetta kannski sanngjarnt.“ Stjarnan komst yfir á 27.mínútu leiksins í kvöld en þá hefðu heimamenn átt að vera búnir að ná forystunni. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki nógu góð, við vorum ekki alltaf að koma okkur í skotið og síðan varði Halli (Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar) einu sinni þrusuvel frá Joey Gibbs. Auðvitað áttum við að vera búnir að skora þegar þeir ná sínu fyrsta skoti og ná marki, boltinn fer af Magga (Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur) og týpískt þegar við erum búnir að liggja á þeim að fá á sig svona mark.“ Besta deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira
„Auðvitað var ég ósáttur. Við sáum þetta á EM síðast þegar Kasper Schmeichel setti aðra höndina ofan á boltann og það var sparkað undan honum boltanum og dæmt í VAR“, sagði Sindri í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Þarna er ég með báðar hendur, fullt vald á boltanum og hann sparkar honum úr höndunum á mér. Það er bara bannað og Villi veit það,“ bætti hann við. Hann á þar við Vilhjálm Alvar Þórarinsson dómara leiksins. „Við töluðum saman eftir leik. Hann ætlaði að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta en ef hann sá þetta ekki vel þá finnst mér að aðstoðardómari tvö eigi að sjá þetta. Við Villi erum góðir félagar, ef hann veit að hann á að gera betur þarna þá er ég sáttur.“ Sindri sagði að hann hefði rætt við Vilhjálm strax eftir leik og á von á útskýringu. „Hann sagðist ætla að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta og þá erum við bara á málefnalegum nótum og það er gott.“ Sindri var nokkuð sáttur með niðurstöðuna úr leik kvöldsins. „Auðvitað er maður alltaf ósáttur ef maður vinnur ekki en ef við horfum á hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik en þeir kannski ívið sterkari í seinni. Ef maður horfir á þetta með augum hvorki Keflvíkings né Stjörnumanns þá er þetta kannski sanngjarnt.“ Stjarnan komst yfir á 27.mínútu leiksins í kvöld en þá hefðu heimamenn átt að vera búnir að ná forystunni. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki nógu góð, við vorum ekki alltaf að koma okkur í skotið og síðan varði Halli (Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar) einu sinni þrusuvel frá Joey Gibbs. Auðvitað áttum við að vera búnir að skora þegar þeir ná sínu fyrsta skoti og ná marki, boltinn fer af Magga (Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur) og týpískt þegar við erum búnir að liggja á þeim að fá á sig svona mark.“
Besta deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09