Prjónahátíð á Blönduósi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2022 12:23 Svanhildur Pálsdóttir, sem er viðburðastjóri Prjónahátíðarinnar á Blönduósi um helgina. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmenni er á Blönduósi um helgina, þó aðallega konur á öllum aldri því þar stendur yfir prjónahátíð. Markmiðið hátíðarinnar er að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum við prjónaskapinn. Prjónahátíðin er haldin á vegum Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi en hún hefur verið haldin í nokkur ár alltaf aðra helgina í júní. Hátíðin stækkar og stækkar með hverju ári en núna um helgina verða til dæmis haldin 25 mismunandi prjónanámskeið og áhugaverðir fyrirlestrar eru á sínum stað, auk nokkurra örkynninga á prjónatengdum viðfangsefnum. Þá er sérstakt garnatorg í íþróttamiðstöðinni og þar eru líka um 30 söluaðilar að selja spennandi vörur fyrir prjónalífið. Foreldrar þessara tvíbura frá Stokkseyri eru mætt á Blönduós til að taka þátt í hátíð helgarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Svanhildur Pálsdóttir, er viðburðastjóri Prjónahátíðarinnar. „Okkur finnst svo gaman að hittast þannig að það er alveg tilvalið að halda prjónahátíð. Við erum með mjög fjölbreytta dagskrá því það er mjög margt um að vera alla helgina. Í íþróttamiðstöðinni er til dæmis svokallað garntorg og þar eru 30 söluaðilar, sem ætla að selja garn og allskonar prjónatengdar vörur. Þar er líka stórt prjónakaffihús og þar eru sýningar, segir Svanhildur og bætir við: Prjónagleðin er alltaf haldin á Blönduósi aðra helgina í júní.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Á morgun, sunnudag er t.d. prjónamessa og prjónaganga, þannig að það er endalaust eitthvað af viðburðum. Það eru líka sýningar í Húnabúð, þannig að fólk er svo mikið að taka þátt núna, bæjarbúar að fitja upp á einhverju skemmtilegu og vera með okkur í þessu, sem að skiptir ótrúlega miklu máli.“ En geta allir lært að prjóna? Já, það geta allir lært að prjóna og þessi hátíð er fyrir alla,“ segir Svanhildur kampakát yfir vinsældum hátíðarinnar. Búið er að skreyta víða utandyra á Blönduósi um helgina með prjóni hér og þar á skemmtilegan hátt.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Handverk Prjónaskapur Húnabyggð Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Prjónahátíðin er haldin á vegum Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi en hún hefur verið haldin í nokkur ár alltaf aðra helgina í júní. Hátíðin stækkar og stækkar með hverju ári en núna um helgina verða til dæmis haldin 25 mismunandi prjónanámskeið og áhugaverðir fyrirlestrar eru á sínum stað, auk nokkurra örkynninga á prjónatengdum viðfangsefnum. Þá er sérstakt garnatorg í íþróttamiðstöðinni og þar eru líka um 30 söluaðilar að selja spennandi vörur fyrir prjónalífið. Foreldrar þessara tvíbura frá Stokkseyri eru mætt á Blönduós til að taka þátt í hátíð helgarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Svanhildur Pálsdóttir, er viðburðastjóri Prjónahátíðarinnar. „Okkur finnst svo gaman að hittast þannig að það er alveg tilvalið að halda prjónahátíð. Við erum með mjög fjölbreytta dagskrá því það er mjög margt um að vera alla helgina. Í íþróttamiðstöðinni er til dæmis svokallað garntorg og þar eru 30 söluaðilar, sem ætla að selja garn og allskonar prjónatengdar vörur. Þar er líka stórt prjónakaffihús og þar eru sýningar, segir Svanhildur og bætir við: Prjónagleðin er alltaf haldin á Blönduósi aðra helgina í júní.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Á morgun, sunnudag er t.d. prjónamessa og prjónaganga, þannig að það er endalaust eitthvað af viðburðum. Það eru líka sýningar í Húnabúð, þannig að fólk er svo mikið að taka þátt núna, bæjarbúar að fitja upp á einhverju skemmtilegu og vera með okkur í þessu, sem að skiptir ótrúlega miklu máli.“ En geta allir lært að prjóna? Já, það geta allir lært að prjóna og þessi hátíð er fyrir alla,“ segir Svanhildur kampakát yfir vinsældum hátíðarinnar. Búið er að skreyta víða utandyra á Blönduósi um helgina með prjóni hér og þar á skemmtilegan hátt.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Handverk Prjónaskapur Húnabyggð Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira