Mælt gegn ferðum með tengivagna á Suðurlandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2022 11:51 Það verður ansi hvasst með suður- og suðausturströndinni í dag og þá einkum undir Eyjafjöllum, við Reynisfjall og í Öræfum. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér veðurspár og fara varlega. vísir/veðurstofa íslands Veðurfræðingur mælir gegn ferðalögum með tengivagna í hvassviðrinu á Suðurlandi næsta rúma sólarhringinn þar sem gul viðvörun er í gildi. Mótstjóri TM-mótsins sem stendur yfir í Eyjum hefur litlar áhyggjur af rokinu og segir Eyjamenn hafa séð það verra. Gul veðurviðvörun tók í morgun gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðris. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir von á ansi miklu hvassviðri á svæðinu. „Það er farið að hvessa þarna og heldur áfram að hvessa eftir því sem líður á daginn. Í þessum töluðu fer að verða býsna snúið bæði vestan Mýrdalsins og austan fyrir Eyjafjöll og í Öræfasveitinni og það versnar enn meira eftir því sem líður á daginn,“ segir Óli Þór. Í kvöld og í nótt hvessi enn frekar en lægi um miðjan dag á morgun undir Eyjafjöllum. Í Öræfasveit verði hins vegar jafnvel mjög hvasst fram á annað kvöld. Hann segir gula viðvörun sérsniðna að ökumönnum á tækjum sem taka á sig mikinn vind eða eru með tengivagna og mælir gegn því að því að þeir verði á ferðinni á þessum slóðum á meðan viðvörun er í gildi. „Mér skilst að tryggingar gildi ekki nema upp að ákveðnu marki með þessi tæki og það er algjör óþarfi að vera að skemma stórar fjárfestingar bara með því að æða af stað í of miklum vindi,“ segir Óli Þór. Um ellefu hundruð stúlkur eru nú í Eyjum vegna TM-mótsins í fótbolta.vísir Viðvörunin gildir líka í Vestmannaeyjum þar sem um ellefu hundruð stúlkur eru saman komnar á TM-mótinu í fótbolta sem nú stendur yfir. Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri hefur ekki miklar áhyggjur af veðrinu og segir vellina í ágætis skjóli. „Það mun alveg verða smá rok en við höfum alveg séð það verra þannig við sjáum ekki fram á að þurfa gera neinar breytingar á mótinu,“ segir Sigríður. Hún segir mikla stemningu í Eyjum og alla spennta fyrir að koma saman án fjöldatakmarkana eða hólfaskiptinga líkt og þurfti síðasta sumar. „Í ár er þetta bara venjulegt mót. Sem er bara þvílíkur léttir fyrir okkur sem eru að undirbúa mótið og líka skemmtilegra fyrir þá sem eru að koma.“ Veður Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Gul veðurviðvörun tók í morgun gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðris. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir von á ansi miklu hvassviðri á svæðinu. „Það er farið að hvessa þarna og heldur áfram að hvessa eftir því sem líður á daginn. Í þessum töluðu fer að verða býsna snúið bæði vestan Mýrdalsins og austan fyrir Eyjafjöll og í Öræfasveitinni og það versnar enn meira eftir því sem líður á daginn,“ segir Óli Þór. Í kvöld og í nótt hvessi enn frekar en lægi um miðjan dag á morgun undir Eyjafjöllum. Í Öræfasveit verði hins vegar jafnvel mjög hvasst fram á annað kvöld. Hann segir gula viðvörun sérsniðna að ökumönnum á tækjum sem taka á sig mikinn vind eða eru með tengivagna og mælir gegn því að því að þeir verði á ferðinni á þessum slóðum á meðan viðvörun er í gildi. „Mér skilst að tryggingar gildi ekki nema upp að ákveðnu marki með þessi tæki og það er algjör óþarfi að vera að skemma stórar fjárfestingar bara með því að æða af stað í of miklum vindi,“ segir Óli Þór. Um ellefu hundruð stúlkur eru nú í Eyjum vegna TM-mótsins í fótbolta.vísir Viðvörunin gildir líka í Vestmannaeyjum þar sem um ellefu hundruð stúlkur eru saman komnar á TM-mótinu í fótbolta sem nú stendur yfir. Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri hefur ekki miklar áhyggjur af veðrinu og segir vellina í ágætis skjóli. „Það mun alveg verða smá rok en við höfum alveg séð það verra þannig við sjáum ekki fram á að þurfa gera neinar breytingar á mótinu,“ segir Sigríður. Hún segir mikla stemningu í Eyjum og alla spennta fyrir að koma saman án fjöldatakmarkana eða hólfaskiptinga líkt og þurfti síðasta sumar. „Í ár er þetta bara venjulegt mót. Sem er bara þvílíkur léttir fyrir okkur sem eru að undirbúa mótið og líka skemmtilegra fyrir þá sem eru að koma.“
Veður Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira