Í fyrsta þættinum fóru þeir Binni og Bassi á hundaþjálfunarnámskeið en Binni er þekktur fyrir það að vera skíthræddur við öll dýr. Binni og Bassi ætla að búa saman með hundinum Tímon og þá þarf Binni að vera með hlutina á hreinu.
Til að aðstoða Tímon í verkefni dagsins fór Binni sjálfur á fjórar fætur til að leiðbeina hundinum enn betur. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.