Myndband: Fyrstu myndir af Polestar 3 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. júní 2022 07:02 Polestar 3. Rafbílaframleiðandinn Polestar opinberaði nýlega fyrstu myndina af væntanlegum Polestar 3. Rafjeppling sem ætlað er að auka vöxt og markaðshlutdeild Polestar, sérstaklega í Bandaríkjunum. Með yfirlýsingu um heimsfrumsýningu birti Polestar nýtt myndband og fyrstu opinbera myndin af bílnum. „Polestar 3 er jeppinn fyrir rafmagnsöldina. Hönnunareinkenni okkar þróast með þessum hágæða, stóra, rafmagnsjeppa, með sterkan, einkennandi karakter vörumerkisins,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Með þessum bíl innleiðum við „sport“ aftur í jeppann, trú stefnu okkar um afburða aksturseiginleika.“ Thomas Ingenlath bætir við: "Þetta er stór áfangi fyrir fyrirtækið okkar, eykur vaxtarhraðann og færir okkur í átt að næsta áfanga." Thomas Ingenlath með Polestar 2 og gyllta stýrinu. Polestar stefnir að því að setja nýjan bíl á markað á hverju ári næstu þrjú árin, frá og með Polestar 3, og stefnir á að fjölga alþjóðlegum mörkuðum sem það starfar á í 30 fyrir árslok 2023. Þetta styður áætlanir Polestar um að tífalda sölu á heimsvísu frá um það bil 29.000 bílum árið 2021 í um 290.000 bíla í lok árs 2025. Vistvænir bílar Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent
Með yfirlýsingu um heimsfrumsýningu birti Polestar nýtt myndband og fyrstu opinbera myndin af bílnum. „Polestar 3 er jeppinn fyrir rafmagnsöldina. Hönnunareinkenni okkar þróast með þessum hágæða, stóra, rafmagnsjeppa, með sterkan, einkennandi karakter vörumerkisins,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Með þessum bíl innleiðum við „sport“ aftur í jeppann, trú stefnu okkar um afburða aksturseiginleika.“ Thomas Ingenlath bætir við: "Þetta er stór áfangi fyrir fyrirtækið okkar, eykur vaxtarhraðann og færir okkur í átt að næsta áfanga." Thomas Ingenlath með Polestar 2 og gyllta stýrinu. Polestar stefnir að því að setja nýjan bíl á markað á hverju ári næstu þrjú árin, frá og með Polestar 3, og stefnir á að fjölga alþjóðlegum mörkuðum sem það starfar á í 30 fyrir árslok 2023. Þetta styður áætlanir Polestar um að tífalda sölu á heimsvísu frá um það bil 29.000 bílum árið 2021 í um 290.000 bíla í lok árs 2025.
Vistvænir bílar Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent