Fjármálaeftirlitið telur félagið uppfylla skilyrði fyrir skráningunni en í henni felst heimild til að stýra sérhæfðum sjóðum að því gefnu að verðmæti heildareigna í rekstri Viska Digital Assets fari ekki umfram þau mörk sem kveðið er á um í lögum.
Sex manns standa að stofnun Visku Digital Assets en sá sem stýrir félaginu er Daði Kristjánsson, en hann lét af störfum hjá Fossum mörkuðum í byrjun þessa árs.
Við það tilefni sagðist hann hafa varið stórum hluta af frítíma sínum síðustu ár til að kynna sér bálkakeðjutækni og fjárfest í rafmyntum. „Þetta er ört vaxandi eignaflokkur þar sem ég sé mikil tækifæri á næstu árum,“ var haft eftir Daða.
Teymi Visku Digital Assets samanstendur að auki af þeim Daníel Fannari Jónssyni, sem er jafnframt stjórnarformaður, Kristjáni Inga Mikaelssyni, Guðlaugi Steinarr Gíslasyni, Jóni Þórarni Úlfssyni og Gunnlaugi Jónssyni.