Tíu laxar í opnunarholli Norðurár Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2022 09:08 Davið Elí Svendsen með fyrsta laxinn úr Norðurá í sumar Mynd: Ingvar Svendsen Fyrsta hollið í Norðurá í sumar hefur lokið veiðum og er það almennt rómur manna að opnunin hafi verið ágæt þó svo að aflatölur mættu vera hærri. "Þetta er heilt yfir ágæt opnun en það komu 10 laxar á land í hollinu og alla vega fimm sem sluppu af færinu en við urðum varir við lax víða og ef skilyrðin hefðu verið betri þá hefðu veiðtölur án efa verið hærri" sagði Brynjar Þór Hreggviðsson staðarhaldari og sölustjóri Norðurár í samtali við Veiðivísi. Fyrsti lax sumarsins kom á land af Stokkhylsbrotinu og það var Davíð Svendsen sem landaði honum. Faðir hans Ingvar Svendsen sem var við veiðar í hollinu líka hefur einmitt átt fyrsta lax sumarsins úr Norðurá fyrir fáum árum einmitt af sama veiðistað. "Það var mjög mikið vatn í ánni eða um 40 rúmmetrar sem gerði hana nokkðu erfiða en hún fer sjatnandi svo hollin sem eiga daga framundan gætu lent í ánni í toppvatni" bætti Brynjar við. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Myndband sem sýnir hvert laxinn fer í sjónum Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Fluguveiði ekki bara karlasport Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Núna er tíminn til að hnýta Veiði
"Þetta er heilt yfir ágæt opnun en það komu 10 laxar á land í hollinu og alla vega fimm sem sluppu af færinu en við urðum varir við lax víða og ef skilyrðin hefðu verið betri þá hefðu veiðtölur án efa verið hærri" sagði Brynjar Þór Hreggviðsson staðarhaldari og sölustjóri Norðurár í samtali við Veiðivísi. Fyrsti lax sumarsins kom á land af Stokkhylsbrotinu og það var Davíð Svendsen sem landaði honum. Faðir hans Ingvar Svendsen sem var við veiðar í hollinu líka hefur einmitt átt fyrsta lax sumarsins úr Norðurá fyrir fáum árum einmitt af sama veiðistað. "Það var mjög mikið vatn í ánni eða um 40 rúmmetrar sem gerði hana nokkðu erfiða en hún fer sjatnandi svo hollin sem eiga daga framundan gætu lent í ánni í toppvatni" bætti Brynjar við.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Myndband sem sýnir hvert laxinn fer í sjónum Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Fluguveiði ekki bara karlasport Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Núna er tíminn til að hnýta Veiði