Eigandi Walmart við það að gera Denver Broncos að dýrasta íþróttafélagi sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 08:01 Russell Wilson, fyrrum leikstjórnandi Seattle Seahawks, mun leiða Broncos á komandi leiktíð. Helen H. Richardson/Getty Images Rob Walton, erfingi verslunarkeðjunnar Walmart, er í þann mund að kaupa NFL-lið Denver Broncos á fjóra og hálfa milljarða Bandaríkjadala. Það myndi gera Broncos að dýrasta íþróttafélagi sögunnar. Fjármálamiðillinn Forbes greinir frá en þar segir að salan gæti verið kláruð í þessum mánuði. Enn koma þó nokkrir aðilar til greina en Walton er talinn líklegastur til að hreppa hnossið. Samkvæmt Forbes er hinn 77 ára gamli Walton í 22. sæti yfir ríkasta fólk veraldar. Auðæfi hans eru metin á 59,1 milljarð Bandaríkjadala. Hann er sonur Sam Walton sem stofnaði Walmart á sínum tíma og var framkvæmdastjóri keðjunnar frá 1992 til 2015. Sem stendur er Carolina Panthers dýrasta NFL-lið sögunnar en félagið var keypt á 2,275 milljarða Bandaríkjadala árð 2018. Broncos verður að því virðist selt fyrir tvöfalt hærri upphæð. Ekki er langt síðan enska knattspyrnufélagið Chelsea var gert að dýrasta íþróttafélagi sögunnar en fjárfestahópur leiddur af Todd Boehly keypti félagið á 3,2 milljarða Bandaríkjadala. Það styttist í að það hljómi eins og dropi í hafið þegar kemur að verði íþróttafélaga. Denver Broncos má muna sinn fífil fegurri. Liðið varð NFL-meistari í þriðja sinn í sögu félagsins árið 2015 en hefur ekki komist í úrslitakeppni deildarinnar síðan þá. Spurning hvort það breytist með nýjum eigendum. NFL Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Fjármálamiðillinn Forbes greinir frá en þar segir að salan gæti verið kláruð í þessum mánuði. Enn koma þó nokkrir aðilar til greina en Walton er talinn líklegastur til að hreppa hnossið. Samkvæmt Forbes er hinn 77 ára gamli Walton í 22. sæti yfir ríkasta fólk veraldar. Auðæfi hans eru metin á 59,1 milljarð Bandaríkjadala. Hann er sonur Sam Walton sem stofnaði Walmart á sínum tíma og var framkvæmdastjóri keðjunnar frá 1992 til 2015. Sem stendur er Carolina Panthers dýrasta NFL-lið sögunnar en félagið var keypt á 2,275 milljarða Bandaríkjadala árð 2018. Broncos verður að því virðist selt fyrir tvöfalt hærri upphæð. Ekki er langt síðan enska knattspyrnufélagið Chelsea var gert að dýrasta íþróttafélagi sögunnar en fjárfestahópur leiddur af Todd Boehly keypti félagið á 3,2 milljarða Bandaríkjadala. Það styttist í að það hljómi eins og dropi í hafið þegar kemur að verði íþróttafélaga. Denver Broncos má muna sinn fífil fegurri. Liðið varð NFL-meistari í þriðja sinn í sögu félagsins árið 2015 en hefur ekki komist í úrslitakeppni deildarinnar síðan þá. Spurning hvort það breytist með nýjum eigendum.
NFL Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira