Áhorfendamet slegið í ensku úrvalsdeildinni Atli Arason skrifar 6. júní 2022 20:00 Endurkoma Cristiano Ronaldo í Manchester United hefur sennilega laðað einhverja á Old Trafford. AP Photo/Jon Super 73 ára gamalt áhorfendamet var slegið á tímabilinu sem leið á Englandi en aldrei hafa jafn margir mætt á vellina þar í landi. Meðal aðsókn á alla 20 leikvellina var 39.989 manns, sem slær fyrra metið frá leiktímabilinu 1948/49 sem stóð í 38.776 manns. Það er breski fjölmiðlamaðurinn Nick Harris sem vekur athygli á þessu á twitter. Premier League games in 2021-22 had an average attendance of 39,989, the highest avg attendance in English top-flight history, beating the previous record of 38,776 from 1948-49.— Nick Harris (@sportingintel) June 4, 2022 Lang mesta mætingin er á Old Trafford en 73.156 manns mæta að meðaltali á þennan heimavöll Manhester United, sem er tæplega 14 þúsundum fleiri en mæta að meðaltali á næst fjölmennasta völlinn, heimavöll Arsenal. 59.811 manns mæta að meðaltali á Emirates völlinn. Heimavöllur West Ham, London Stadium er í þriðja sæti með 58.513 áhorfendur og Tottenham Hotspur Stadium er í fjórða sæti með 56.523 áhorfendur að meðaltali. Liðin í efstu fjórum sætunum eru einu liðin í efstu deild á Englandi með leikvanga sem taka yfir 60.000 manns. Englandsmeistarar Manchester City eru í sjötta sæti með 52.738 áhorfendur að meðaltali, einu sæti á eftir Liverpool. Mætingin á Anfield er 280 manns betri en á Etihad vellinum. 53.008 mæta á Anfield að meðaltali. Chelsea er í 10. sæti en 36.906 manns mæta að meðaltali á heimavöll þeirra, Stamford Bridge. Brentford rekur svo lestina þar sem 16.907 áhorfendur mæta að meðaltali á heimavelli þeirra. Hægt er að skoða samantekt Transfermarkt af áhorfendatölum með því að smella hér. Þetta áhorfendamet verður sennilega ekki slegið á næsta tímabili þar sem að liðin sem falla úr úrvalsdeildinni, Norwich, Watford og Burnley, taka samanlagt 70.750 áhorfendur í sæti. Liðin þrjú sem koma upp í úrvalsdeildina í þeirra stað, Fulham, Bournemouth og Nottingham Forest, hafa samanlagðan sætafjölda upp á 61.363 á sínum heimavöllum. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Meðal aðsókn á alla 20 leikvellina var 39.989 manns, sem slær fyrra metið frá leiktímabilinu 1948/49 sem stóð í 38.776 manns. Það er breski fjölmiðlamaðurinn Nick Harris sem vekur athygli á þessu á twitter. Premier League games in 2021-22 had an average attendance of 39,989, the highest avg attendance in English top-flight history, beating the previous record of 38,776 from 1948-49.— Nick Harris (@sportingintel) June 4, 2022 Lang mesta mætingin er á Old Trafford en 73.156 manns mæta að meðaltali á þennan heimavöll Manhester United, sem er tæplega 14 þúsundum fleiri en mæta að meðaltali á næst fjölmennasta völlinn, heimavöll Arsenal. 59.811 manns mæta að meðaltali á Emirates völlinn. Heimavöllur West Ham, London Stadium er í þriðja sæti með 58.513 áhorfendur og Tottenham Hotspur Stadium er í fjórða sæti með 56.523 áhorfendur að meðaltali. Liðin í efstu fjórum sætunum eru einu liðin í efstu deild á Englandi með leikvanga sem taka yfir 60.000 manns. Englandsmeistarar Manchester City eru í sjötta sæti með 52.738 áhorfendur að meðaltali, einu sæti á eftir Liverpool. Mætingin á Anfield er 280 manns betri en á Etihad vellinum. 53.008 mæta á Anfield að meðaltali. Chelsea er í 10. sæti en 36.906 manns mæta að meðaltali á heimavöll þeirra, Stamford Bridge. Brentford rekur svo lestina þar sem 16.907 áhorfendur mæta að meðaltali á heimavelli þeirra. Hægt er að skoða samantekt Transfermarkt af áhorfendatölum með því að smella hér. Þetta áhorfendamet verður sennilega ekki slegið á næsta tímabili þar sem að liðin sem falla úr úrvalsdeildinni, Norwich, Watford og Burnley, taka samanlagt 70.750 áhorfendur í sæti. Liðin þrjú sem koma upp í úrvalsdeildina í þeirra stað, Fulham, Bournemouth og Nottingham Forest, hafa samanlagðan sætafjölda upp á 61.363 á sínum heimavöllum.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira