Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2022 07:58 Sumir íhaldsmenn eru orðnir langþreyttir á hneykslismálum sem virðast fylgja Boris Johnson eins og flær fylgja hundi. AP/Matt Dunham Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. Hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan Íhaldsflokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan strangar samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en segist ætla að sitja sem fastast. Graham Brady, formaður þingflokks Íhaldsflokksins, segist hafa fengið bréf frá fleiri en fimmtán prósentum þingmanna flokksins. Atkvæðagreiðsla um vantraust fer fram í neðri deild þingsins á milli klukkan 17 og 19 að íslenskum tíma í kvöld. Lýsi þingflokkurinn yfir vantrausti á Johnson verður hann settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Standi hann það af sér verður ekki hægt að leggja fram aðra slíka tillögu í að minnsta kosti eitt ár. Alls þurfa 180 þingmenn að greiða atkvæði með vantrauststillögunni en atkvæðagreiðslan er leynileg. Johnson er sagður „fagna“ tækifærinu að skýra mál sitt fyrir þingmönnum flokksins. Atkvæðagreiðslan sé ennfremur tækifæri til að binda enda á mánaðalangar vangaveltur um framtíð hans og leyfa ríkisstjórninni að halda áfram störfum. Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Íhaldsmenn tapa hundruðum sæta í sveitarstjórnarkosningum á Englandi Breski íhaldsflokkurinn virðist fara illa út úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Sumir frambjóðendur flokksins eru á meðal þeirra sem kenna óvinsældum Boris Johnson forsætisráðherra um tapið. 6. maí 2022 07:55 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan Íhaldsflokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan strangar samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en segist ætla að sitja sem fastast. Graham Brady, formaður þingflokks Íhaldsflokksins, segist hafa fengið bréf frá fleiri en fimmtán prósentum þingmanna flokksins. Atkvæðagreiðsla um vantraust fer fram í neðri deild þingsins á milli klukkan 17 og 19 að íslenskum tíma í kvöld. Lýsi þingflokkurinn yfir vantrausti á Johnson verður hann settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Standi hann það af sér verður ekki hægt að leggja fram aðra slíka tillögu í að minnsta kosti eitt ár. Alls þurfa 180 þingmenn að greiða atkvæði með vantrauststillögunni en atkvæðagreiðslan er leynileg. Johnson er sagður „fagna“ tækifærinu að skýra mál sitt fyrir þingmönnum flokksins. Atkvæðagreiðslan sé ennfremur tækifæri til að binda enda á mánaðalangar vangaveltur um framtíð hans og leyfa ríkisstjórninni að halda áfram störfum. Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Íhaldsmenn tapa hundruðum sæta í sveitarstjórnarkosningum á Englandi Breski íhaldsflokkurinn virðist fara illa út úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Sumir frambjóðendur flokksins eru á meðal þeirra sem kenna óvinsældum Boris Johnson forsætisráðherra um tapið. 6. maí 2022 07:55 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01
Íhaldsmenn tapa hundruðum sæta í sveitarstjórnarkosningum á Englandi Breski íhaldsflokkurinn virðist fara illa út úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Sumir frambjóðendur flokksins eru á meðal þeirra sem kenna óvinsældum Boris Johnson forsætisráðherra um tapið. 6. maí 2022 07:55
Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25