Wales á HM í fyrsta sinn í 64 ár Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júní 2022 17:56 Gareth Bale átti aukaspyrnu sem Andriy Yarmolenko skallaði í eigið net. Ian Cook - CameraSport via Getty Images Wales er komið á heimsmeistaramót karla í fótbolta í annað sinn í sögu landsins. Liðið vann 1-0 sigur á Úkraínu í umspilsleik um HM-sæti í Cardiff í dag. Leikur dagsins átti upprunalega að fara fram í mars, en þá tryggðu bæði Portúgal og Pólland sér sæti á HM í gegnum umspilið. Wales tryggði sér þá sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Austurríki en vegna stríðsins í Úkraínu var leik liðsins við Skotland í undanúrslitunum frestað fram á sumar. Úkraína vann öruggan 3-1 sigur á Skotlandi í vikunni og því ljóst að liðin tvö myndu keppa um sæti í á HM í Katar. 6 4 - Wales set a new record for biggest gap between World Cup appearances64 years - Wales (1958-2022)56 - Egypt (1934-1990)56 - Norway (1938-1994)#walesukraine #FIFAWorldCup— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 5, 2022 Úkraínumenn voru sterkari aðilinn framan af en tókst illa að skapa sér færi. Wales náði forystunni á 34. mínútu þegar Gareth Bale, sem vann nýverið fimmta Meistaradeildartitil sinn með Real Madrid, skaut að marki úr aukaspyrnu en Andriy Yarmolenko, sem er nýfarinn frá liði West Ham, gerði tilraun til að skalla skot Bales frá. Það gekk ekki betur en svo að Yarmolenko skallaði boltann framhjá Georgiy Bushchan, markverði Úkraínu, í eigið net. Bæði lið áttu sín færi í síðari hálfleik en bæði Bushchan og Wayne Hennessey, sem lék sinn 102. landsleik milli stanga Wales, stóðu sig vel. Mörkin urðu ekki fleiri og því réði sjálfsmark Yarmolenko úrslitum. Wales er því komið á HM í annað sinn í sögu landsins, í fyrsta skipti síðan 1958. Wales verður í B-riðli með Englandi, Bandaríkjunum og Íran og spilar sinn fyrsta leik við Bandaríkin þann 21. nóvember. HM 2022 í Katar Wales Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjá meira
Leikur dagsins átti upprunalega að fara fram í mars, en þá tryggðu bæði Portúgal og Pólland sér sæti á HM í gegnum umspilið. Wales tryggði sér þá sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Austurríki en vegna stríðsins í Úkraínu var leik liðsins við Skotland í undanúrslitunum frestað fram á sumar. Úkraína vann öruggan 3-1 sigur á Skotlandi í vikunni og því ljóst að liðin tvö myndu keppa um sæti í á HM í Katar. 6 4 - Wales set a new record for biggest gap between World Cup appearances64 years - Wales (1958-2022)56 - Egypt (1934-1990)56 - Norway (1938-1994)#walesukraine #FIFAWorldCup— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 5, 2022 Úkraínumenn voru sterkari aðilinn framan af en tókst illa að skapa sér færi. Wales náði forystunni á 34. mínútu þegar Gareth Bale, sem vann nýverið fimmta Meistaradeildartitil sinn með Real Madrid, skaut að marki úr aukaspyrnu en Andriy Yarmolenko, sem er nýfarinn frá liði West Ham, gerði tilraun til að skalla skot Bales frá. Það gekk ekki betur en svo að Yarmolenko skallaði boltann framhjá Georgiy Bushchan, markverði Úkraínu, í eigið net. Bæði lið áttu sín færi í síðari hálfleik en bæði Bushchan og Wayne Hennessey, sem lék sinn 102. landsleik milli stanga Wales, stóðu sig vel. Mörkin urðu ekki fleiri og því réði sjálfsmark Yarmolenko úrslitum. Wales er því komið á HM í annað sinn í sögu landsins, í fyrsta skipti síðan 1958. Wales verður í B-riðli með Englandi, Bandaríkjunum og Íran og spilar sinn fyrsta leik við Bandaríkin þann 21. nóvember.
HM 2022 í Katar Wales Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjá meira