Um er að ræða áhorfendamet í norska kvennaboltanum en leiksins var beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem liðin voru bæði taplaus í fyrstu ellefu leikjum sínum í deildinni þegar kom að leik dagsins.
Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í vörn Valerenga og Svava Rós Guðmundsdóttir hóf leik hjá heimakonum í Brann. Berglind Björg Þorvaldsdóttir hóf leik á varamannabekk Brann en var skipt inná fyrir Svövu á 56.mínútu.
En historisk dag!
— SK Brann Kvinner (@skbrannkvinner) June 5, 2022
Salget til dagens kamp har nå passert 9000 billetter, og blir dermed tidenes best besøkte klubbkamp i norsk kvinnefotball. For et eventyr
Enda ikke sikret deg billett? Kjøp billett her:https://t.co/QEIYVY8ZaF pic.twitter.com/vIDU4f8KJc
Leiknum lauk með 1-0 sigri Brann með marki Cecilie Redisch Kvamme snemma leiks.
Fyrsta tap Valerenga á tímabilinu staðreynd og hefur Brann nú átta stiga forystu á toppi deildarinnar en Valerenga á einn leik til góða á Brann.
Á sama tíma var Selma Sól Magnúsdóttir í byrjunarliði Rosenborg sem vann 2-4 sigur á Arna Bjornar.