Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2022 09:25 Ratsjárstöðin í Færeyjum. Hún er í 750 metra hæð á Sornfelli um tólf kílómetra norðvestan Þórshafnar. Wikimedia/Erik Christensen, Porkeri Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. Ratsjármálið hefur verið eldheitt í færeyskum stjórnmálum. Þannig hótuðu forystumenn tveggja stjórnarandstöðuflokka, þeir Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, og Bjarni Kárason Petersen, formaður Framsóknar, vantrauststillögu í síðustu viku gegn Jenis av Rana fyrir að bera ratsjármálið ekki undir Lögþing Færeyja. Jenis av Rana hefur látið nægja að hafa utanríkismálanefnd Lögþingsins með í ráðum og sagði Kringvarpi Færeyja að vantraustshótun myndi engu breyta þar um. Ratsjárstöð NATO á Sornfelli var upphaflega reist á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi. Samhliða kom danski herinn upp varðstöð í 260 metra hæð í Mjørkadal neðan fjallsins, um tólf kílómetra norðvestur af Þórshöfn, þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Stöðin varð einnig bitbein í Færeyjum rétt eins og Keflavíkurstöðin á Íslandi. Það var þó áskilið að hermennirnir færu aldrei út úr stöðinni klæddir herbúningum en rekstur hennar var hluti af framlagi Dana til Atlantshafsbandalagsins. Danski herinn rak herstöðina í Mjørkadal. Hún er núna nýtt sem fangelsi.Danski herinn Ný ratsjá var sett upp á Sornfelli árið 1989 um líkt leyti og fjórar slíkar stöðvar risu á Íslandi; á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi við Hornafjörð. Danski herinn lokaði hins vegar stöðinni í Færeyjum í árslok 2006, þremur mánuðum eftir að bandaríski herinn fór frá Íslandi. Herskálarnir voru síðar teknir undir fangelsi. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi, þar sem rekstri ratsjárstöðvanna var haldið áfram eftir brottför hersins, var slökkt á ratsjánni í Færeyjum. Danski varnarmálasérfræðingurinn Hans Peter Michaelsen sagði í grein í fyrra að við þetta hafi myndast gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar hafi getað komist óséðar í gegnum. Það sé þetta gat sem NATO vilji stoppa upp í með nýrri ratsjá. Danska þjóðþingið samþykkti í febrúar í fyrra að verja 7,5 milljörðum króna til ratsjárstöðvar í Færeyjum, en með þeim fyrirvara að landsstjórn Færeyinga samþykkti áformin. Efnt var til mótmælafundar í miðbæ Þórshafnar í fyrrasumar. Samtímis efndu íslenskir herstöðvaandstæðingar til samstöðumótmæla við færeysku sendiskrifstofuna við Túngötu í Reykjavík. Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Ratsjármálið hefur verið eldheitt í færeyskum stjórnmálum. Þannig hótuðu forystumenn tveggja stjórnarandstöðuflokka, þeir Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, og Bjarni Kárason Petersen, formaður Framsóknar, vantrauststillögu í síðustu viku gegn Jenis av Rana fyrir að bera ratsjármálið ekki undir Lögþing Færeyja. Jenis av Rana hefur látið nægja að hafa utanríkismálanefnd Lögþingsins með í ráðum og sagði Kringvarpi Færeyja að vantraustshótun myndi engu breyta þar um. Ratsjárstöð NATO á Sornfelli var upphaflega reist á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi. Samhliða kom danski herinn upp varðstöð í 260 metra hæð í Mjørkadal neðan fjallsins, um tólf kílómetra norðvestur af Þórshöfn, þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Stöðin varð einnig bitbein í Færeyjum rétt eins og Keflavíkurstöðin á Íslandi. Það var þó áskilið að hermennirnir færu aldrei út úr stöðinni klæddir herbúningum en rekstur hennar var hluti af framlagi Dana til Atlantshafsbandalagsins. Danski herinn rak herstöðina í Mjørkadal. Hún er núna nýtt sem fangelsi.Danski herinn Ný ratsjá var sett upp á Sornfelli árið 1989 um líkt leyti og fjórar slíkar stöðvar risu á Íslandi; á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi við Hornafjörð. Danski herinn lokaði hins vegar stöðinni í Færeyjum í árslok 2006, þremur mánuðum eftir að bandaríski herinn fór frá Íslandi. Herskálarnir voru síðar teknir undir fangelsi. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi, þar sem rekstri ratsjárstöðvanna var haldið áfram eftir brottför hersins, var slökkt á ratsjánni í Færeyjum. Danski varnarmálasérfræðingurinn Hans Peter Michaelsen sagði í grein í fyrra að við þetta hafi myndast gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar hafi getað komist óséðar í gegnum. Það sé þetta gat sem NATO vilji stoppa upp í með nýrri ratsjá. Danska þjóðþingið samþykkti í febrúar í fyrra að verja 7,5 milljörðum króna til ratsjárstöðvar í Færeyjum, en með þeim fyrirvara að landsstjórn Færeyinga samþykkti áformin. Efnt var til mótmælafundar í miðbæ Þórshafnar í fyrrasumar. Samtímis efndu íslenskir herstöðvaandstæðingar til samstöðumótmæla við færeysku sendiskrifstofuna við Túngötu í Reykjavík.
Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira