Samtök iðnaðarins kæra auglýsingar Nova Eiður Þór Árnason skrifar 3. júní 2022 15:45 Óvenjulegar auglýsingar Nova hafa vakið nokkra athygli. Samsett Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært auglýsingastofuna Brandenburg til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) vegna auglýsinga Nova þar sem uppspunnið Stéttarfélag innbrotsþjófa kemur við sögu. Telja SI að auglýsingastofan hafi með þeim brotið fjölmargar siðareglur SÍA. „Við teljum að nýleg auglýsingaherferð Nova sem var unnin af Brandenburg hafi í raun og veru falið í sér brot á réttindum Samtaka iðnaðarins þar sem verið var að skrumskæla vörumerki samtakanna að okkar mati,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI. Samtökin telji þetta algjörlega óboðlegt. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Auglýsingaherferðin feli í sér notkun samhljóða og villandi framsetningu á vörumerki SI og það sett í samhengi við Stéttarfélag innbrotsþjófa. Merkið sem upphaflega var notað í auglýsingum Nova (t.v.) og merki Samtaka iðnaðarins. Telja SI að Brandenburg hafi alls brotið níu siðareglur SÍA, sem snúi meðal annars að því að allar auglýsingar eigi að vera lögum samkvæmt, sæmandi, heiðarlegar og segja sannleikann. Fram kemur í kæru SI að túlka megi auglýsingar Nova á þann hátt að þær leggi blessun sína yfir ofbeldi og ólöglegt atferli eða hið minnsta hvetji til þess. Áður komið athugasemdum við Nova Í auglýsingunum, sem er ætlað að vekja athygli á öryggisvörum Nova, hvetja leikarar í gervi innbrotsþjófa til þess að hugað sé að réttindum þjófa og þeim veittur vinnufriður. Þá er fólk meðal annars hvatt til þess að greina frá því á samfélagsmiðlum þegar það yfirgefur heimilið til að auka líkurnar á innbrotum. Kæran var send siðanefnd SÍA í gær og fer SI fram á að málið verði tekið fyrir hið fyrsta. Forsvarsmenn SI höfðu áður komið á framfæri alvarlegum athugasemdum við Nova og Brandenburg eftir að fyrsta sjónvarpsauglýsing herferðarinnar birtist. „Þrátt fyrir þær athugasemdir þá hélt auglýsingaherferðin áfram þannig að við töldum okkur ekki annað fært en að fara þessa leið,“ segir Björg. Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.SI Verið að tengja SI við brotastarfsemi Mikil líkindi eru með merki SI og því merki sem notað var fyrir áðurnefnd Samtök innbrotsþjófa en því var breytt í markaðsefninu í kjölfar ítrekaðra athugasemda SI. „Þarna er verið að nota vörumerki okkar og tengja okkur og okkar starfsemi með beinum eða óbeinum hætti, hvernig sem fólk vill líta á það, við brotastarfsemi. Við teljum hreinlega að hérna sé háttsemi sem sé ekki til eftirbreytni og hér hafi hreinlega verið vegið ómaklega að starfsemi Samtaka iðnaðarins og vörumerki og á þessu bera Nova og Brandenburg ábyrgð,“ segir Björg. Samtökin voni sömuleiðis að kæran verði til þess að álíka markaðssetning endurtaki sig ekki. „Það var sérstaklega fjallað um það í herferðinni hvernig vörumerki Samtaka iðnaðarins og þessa Stéttarfélags innbrotsþjófa væru ólík, en hver maður sem vill sjá sér að svo er ekki.“ Hafa áhyggjur af börnum Sérstaklega er vísað til barna í kæru SI og segir Björg að mögulega hafi Brandenburg gerst brotlegt við siðareglu SÍA um markaðsefni sem beint er að börnum. Björg segir að sjónvarpsauglýsingaherferðin hafi byrjað í kringum Eurovison þegar mikill fjöldi barna og ungmenna sátu við skjáinn. Ekki sé hægt að sjá á auglýsingunum með skýrlegum hætti að um markaðsefni sé að ræða og börn mögulega ekki gert greinarmun á því. „Þarna erum við að tala um glæpastarfsemi, þó það sé ef til vill gert með undirliggjandi kaldhæðni,“ segir Björg. Hvergi er minnst á Nova í skilaboðum Stéttarfélags innbrotsþjófa en auglýsing fyrir öryggisvörur fjarskiptafélagsins fylgir strax í kjölfarið í sjónvarpi og netauglýsingum. Björg segir SI ekki hafa metið það á þessum tímapunkti hvort ástæða sé til að hefja dómsmál muni siðanefnd SÍA ekki fallast á aðfinnslur samtakanna. „Við tökum bara afstöðu til þess þegar að því kemur.“ Auglýsinga- og markaðsmál Nova Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
„Við teljum að nýleg auglýsingaherferð Nova sem var unnin af Brandenburg hafi í raun og veru falið í sér brot á réttindum Samtaka iðnaðarins þar sem verið var að skrumskæla vörumerki samtakanna að okkar mati,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI. Samtökin telji þetta algjörlega óboðlegt. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Auglýsingaherferðin feli í sér notkun samhljóða og villandi framsetningu á vörumerki SI og það sett í samhengi við Stéttarfélag innbrotsþjófa. Merkið sem upphaflega var notað í auglýsingum Nova (t.v.) og merki Samtaka iðnaðarins. Telja SI að Brandenburg hafi alls brotið níu siðareglur SÍA, sem snúi meðal annars að því að allar auglýsingar eigi að vera lögum samkvæmt, sæmandi, heiðarlegar og segja sannleikann. Fram kemur í kæru SI að túlka megi auglýsingar Nova á þann hátt að þær leggi blessun sína yfir ofbeldi og ólöglegt atferli eða hið minnsta hvetji til þess. Áður komið athugasemdum við Nova Í auglýsingunum, sem er ætlað að vekja athygli á öryggisvörum Nova, hvetja leikarar í gervi innbrotsþjófa til þess að hugað sé að réttindum þjófa og þeim veittur vinnufriður. Þá er fólk meðal annars hvatt til þess að greina frá því á samfélagsmiðlum þegar það yfirgefur heimilið til að auka líkurnar á innbrotum. Kæran var send siðanefnd SÍA í gær og fer SI fram á að málið verði tekið fyrir hið fyrsta. Forsvarsmenn SI höfðu áður komið á framfæri alvarlegum athugasemdum við Nova og Brandenburg eftir að fyrsta sjónvarpsauglýsing herferðarinnar birtist. „Þrátt fyrir þær athugasemdir þá hélt auglýsingaherferðin áfram þannig að við töldum okkur ekki annað fært en að fara þessa leið,“ segir Björg. Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.SI Verið að tengja SI við brotastarfsemi Mikil líkindi eru með merki SI og því merki sem notað var fyrir áðurnefnd Samtök innbrotsþjófa en því var breytt í markaðsefninu í kjölfar ítrekaðra athugasemda SI. „Þarna er verið að nota vörumerki okkar og tengja okkur og okkar starfsemi með beinum eða óbeinum hætti, hvernig sem fólk vill líta á það, við brotastarfsemi. Við teljum hreinlega að hérna sé háttsemi sem sé ekki til eftirbreytni og hér hafi hreinlega verið vegið ómaklega að starfsemi Samtaka iðnaðarins og vörumerki og á þessu bera Nova og Brandenburg ábyrgð,“ segir Björg. Samtökin voni sömuleiðis að kæran verði til þess að álíka markaðssetning endurtaki sig ekki. „Það var sérstaklega fjallað um það í herferðinni hvernig vörumerki Samtaka iðnaðarins og þessa Stéttarfélags innbrotsþjófa væru ólík, en hver maður sem vill sjá sér að svo er ekki.“ Hafa áhyggjur af börnum Sérstaklega er vísað til barna í kæru SI og segir Björg að mögulega hafi Brandenburg gerst brotlegt við siðareglu SÍA um markaðsefni sem beint er að börnum. Björg segir að sjónvarpsauglýsingaherferðin hafi byrjað í kringum Eurovison þegar mikill fjöldi barna og ungmenna sátu við skjáinn. Ekki sé hægt að sjá á auglýsingunum með skýrlegum hætti að um markaðsefni sé að ræða og börn mögulega ekki gert greinarmun á því. „Þarna erum við að tala um glæpastarfsemi, þó það sé ef til vill gert með undirliggjandi kaldhæðni,“ segir Björg. Hvergi er minnst á Nova í skilaboðum Stéttarfélags innbrotsþjófa en auglýsing fyrir öryggisvörur fjarskiptafélagsins fylgir strax í kjölfarið í sjónvarpi og netauglýsingum. Björg segir SI ekki hafa metið það á þessum tímapunkti hvort ástæða sé til að hefja dómsmál muni siðanefnd SÍA ekki fallast á aðfinnslur samtakanna. „Við tökum bara afstöðu til þess þegar að því kemur.“
Auglýsinga- og markaðsmál Nova Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira