Samtök iðnaðarins kæra auglýsingar Nova Eiður Þór Árnason skrifar 3. júní 2022 15:45 Óvenjulegar auglýsingar Nova hafa vakið nokkra athygli. Samsett Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært auglýsingastofuna Brandenburg til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) vegna auglýsinga Nova þar sem uppspunnið Stéttarfélag innbrotsþjófa kemur við sögu. Telja SI að auglýsingastofan hafi með þeim brotið fjölmargar siðareglur SÍA. „Við teljum að nýleg auglýsingaherferð Nova sem var unnin af Brandenburg hafi í raun og veru falið í sér brot á réttindum Samtaka iðnaðarins þar sem verið var að skrumskæla vörumerki samtakanna að okkar mati,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI. Samtökin telji þetta algjörlega óboðlegt. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Auglýsingaherferðin feli í sér notkun samhljóða og villandi framsetningu á vörumerki SI og það sett í samhengi við Stéttarfélag innbrotsþjófa. Merkið sem upphaflega var notað í auglýsingum Nova (t.v.) og merki Samtaka iðnaðarins. Telja SI að Brandenburg hafi alls brotið níu siðareglur SÍA, sem snúi meðal annars að því að allar auglýsingar eigi að vera lögum samkvæmt, sæmandi, heiðarlegar og segja sannleikann. Fram kemur í kæru SI að túlka megi auglýsingar Nova á þann hátt að þær leggi blessun sína yfir ofbeldi og ólöglegt atferli eða hið minnsta hvetji til þess. Áður komið athugasemdum við Nova Í auglýsingunum, sem er ætlað að vekja athygli á öryggisvörum Nova, hvetja leikarar í gervi innbrotsþjófa til þess að hugað sé að réttindum þjófa og þeim veittur vinnufriður. Þá er fólk meðal annars hvatt til þess að greina frá því á samfélagsmiðlum þegar það yfirgefur heimilið til að auka líkurnar á innbrotum. Kæran var send siðanefnd SÍA í gær og fer SI fram á að málið verði tekið fyrir hið fyrsta. Forsvarsmenn SI höfðu áður komið á framfæri alvarlegum athugasemdum við Nova og Brandenburg eftir að fyrsta sjónvarpsauglýsing herferðarinnar birtist. „Þrátt fyrir þær athugasemdir þá hélt auglýsingaherferðin áfram þannig að við töldum okkur ekki annað fært en að fara þessa leið,“ segir Björg. Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.SI Verið að tengja SI við brotastarfsemi Mikil líkindi eru með merki SI og því merki sem notað var fyrir áðurnefnd Samtök innbrotsþjófa en því var breytt í markaðsefninu í kjölfar ítrekaðra athugasemda SI. „Þarna er verið að nota vörumerki okkar og tengja okkur og okkar starfsemi með beinum eða óbeinum hætti, hvernig sem fólk vill líta á það, við brotastarfsemi. Við teljum hreinlega að hérna sé háttsemi sem sé ekki til eftirbreytni og hér hafi hreinlega verið vegið ómaklega að starfsemi Samtaka iðnaðarins og vörumerki og á þessu bera Nova og Brandenburg ábyrgð,“ segir Björg. Samtökin voni sömuleiðis að kæran verði til þess að álíka markaðssetning endurtaki sig ekki. „Það var sérstaklega fjallað um það í herferðinni hvernig vörumerki Samtaka iðnaðarins og þessa Stéttarfélags innbrotsþjófa væru ólík, en hver maður sem vill sjá sér að svo er ekki.“ Hafa áhyggjur af börnum Sérstaklega er vísað til barna í kæru SI og segir Björg að mögulega hafi Brandenburg gerst brotlegt við siðareglu SÍA um markaðsefni sem beint er að börnum. Björg segir að sjónvarpsauglýsingaherferðin hafi byrjað í kringum Eurovison þegar mikill fjöldi barna og ungmenna sátu við skjáinn. Ekki sé hægt að sjá á auglýsingunum með skýrlegum hætti að um markaðsefni sé að ræða og börn mögulega ekki gert greinarmun á því. „Þarna erum við að tala um glæpastarfsemi, þó það sé ef til vill gert með undirliggjandi kaldhæðni,“ segir Björg. Hvergi er minnst á Nova í skilaboðum Stéttarfélags innbrotsþjófa en auglýsing fyrir öryggisvörur fjarskiptafélagsins fylgir strax í kjölfarið í sjónvarpi og netauglýsingum. Björg segir SI ekki hafa metið það á þessum tímapunkti hvort ástæða sé til að hefja dómsmál muni siðanefnd SÍA ekki fallast á aðfinnslur samtakanna. „Við tökum bara afstöðu til þess þegar að því kemur.“ Auglýsinga- og markaðsmál Nova Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
„Við teljum að nýleg auglýsingaherferð Nova sem var unnin af Brandenburg hafi í raun og veru falið í sér brot á réttindum Samtaka iðnaðarins þar sem verið var að skrumskæla vörumerki samtakanna að okkar mati,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI. Samtökin telji þetta algjörlega óboðlegt. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Auglýsingaherferðin feli í sér notkun samhljóða og villandi framsetningu á vörumerki SI og það sett í samhengi við Stéttarfélag innbrotsþjófa. Merkið sem upphaflega var notað í auglýsingum Nova (t.v.) og merki Samtaka iðnaðarins. Telja SI að Brandenburg hafi alls brotið níu siðareglur SÍA, sem snúi meðal annars að því að allar auglýsingar eigi að vera lögum samkvæmt, sæmandi, heiðarlegar og segja sannleikann. Fram kemur í kæru SI að túlka megi auglýsingar Nova á þann hátt að þær leggi blessun sína yfir ofbeldi og ólöglegt atferli eða hið minnsta hvetji til þess. Áður komið athugasemdum við Nova Í auglýsingunum, sem er ætlað að vekja athygli á öryggisvörum Nova, hvetja leikarar í gervi innbrotsþjófa til þess að hugað sé að réttindum þjófa og þeim veittur vinnufriður. Þá er fólk meðal annars hvatt til þess að greina frá því á samfélagsmiðlum þegar það yfirgefur heimilið til að auka líkurnar á innbrotum. Kæran var send siðanefnd SÍA í gær og fer SI fram á að málið verði tekið fyrir hið fyrsta. Forsvarsmenn SI höfðu áður komið á framfæri alvarlegum athugasemdum við Nova og Brandenburg eftir að fyrsta sjónvarpsauglýsing herferðarinnar birtist. „Þrátt fyrir þær athugasemdir þá hélt auglýsingaherferðin áfram þannig að við töldum okkur ekki annað fært en að fara þessa leið,“ segir Björg. Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.SI Verið að tengja SI við brotastarfsemi Mikil líkindi eru með merki SI og því merki sem notað var fyrir áðurnefnd Samtök innbrotsþjófa en því var breytt í markaðsefninu í kjölfar ítrekaðra athugasemda SI. „Þarna er verið að nota vörumerki okkar og tengja okkur og okkar starfsemi með beinum eða óbeinum hætti, hvernig sem fólk vill líta á það, við brotastarfsemi. Við teljum hreinlega að hérna sé háttsemi sem sé ekki til eftirbreytni og hér hafi hreinlega verið vegið ómaklega að starfsemi Samtaka iðnaðarins og vörumerki og á þessu bera Nova og Brandenburg ábyrgð,“ segir Björg. Samtökin voni sömuleiðis að kæran verði til þess að álíka markaðssetning endurtaki sig ekki. „Það var sérstaklega fjallað um það í herferðinni hvernig vörumerki Samtaka iðnaðarins og þessa Stéttarfélags innbrotsþjófa væru ólík, en hver maður sem vill sjá sér að svo er ekki.“ Hafa áhyggjur af börnum Sérstaklega er vísað til barna í kæru SI og segir Björg að mögulega hafi Brandenburg gerst brotlegt við siðareglu SÍA um markaðsefni sem beint er að börnum. Björg segir að sjónvarpsauglýsingaherferðin hafi byrjað í kringum Eurovison þegar mikill fjöldi barna og ungmenna sátu við skjáinn. Ekki sé hægt að sjá á auglýsingunum með skýrlegum hætti að um markaðsefni sé að ræða og börn mögulega ekki gert greinarmun á því. „Þarna erum við að tala um glæpastarfsemi, þó það sé ef til vill gert með undirliggjandi kaldhæðni,“ segir Björg. Hvergi er minnst á Nova í skilaboðum Stéttarfélags innbrotsþjófa en auglýsing fyrir öryggisvörur fjarskiptafélagsins fylgir strax í kjölfarið í sjónvarpi og netauglýsingum. Björg segir SI ekki hafa metið það á þessum tímapunkti hvort ástæða sé til að hefja dómsmál muni siðanefnd SÍA ekki fallast á aðfinnslur samtakanna. „Við tökum bara afstöðu til þess þegar að því kemur.“
Auglýsinga- og markaðsmál Nova Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira