Norska lögreglan lýsir eftir fanga sem er dæmdur fyrir tvö morð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 23:12 Millehaugen hefur frá því að hann varð fullorðinn verið reglulegur gestur fangelsa í Noregi. Norska lögreglan Norska lögreglan hefur lýst eftir fanga, sem var dæmdur fyrir tvo morð, eftir að hann skilaði sér ekki í fangelsið í Þrándheimi eftir dagsleyfi. Lýst hefur verið eftir fanganum alþjóðlega. Lögregla segir grun um að hann hafi farið til Ósló. Hinn 53 ára gamli Stig Millehaugen var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsi, þyngstu mögulegu refsingu, fyrir morðið á Mohammad „Jeddi“ Javed, leiðtoga gengisins Young Guns. Hann hefur nú afplánað tíu ár af dómnum í fangelsinu í Þrándheimi. Egil Gabrielsen fangelsisstjóri í Þrándheimi segir í samtali við fréttastofu VG að Millehaugen hafi átt að skila sér aftur klukkan þrjú að norskum tíma í dag en hafi ekki skilað sér. Stuttu eftir þrjú hafi viðvörunarbjöllur farið í gang og leit að honum hafist. Hann hefur enn ekki fundist. Gabrielsen segir að þetta sé ekki fyrsta skiptið sem Millehaugen hafi fengið að fara í dagsleyfi og þá allt gengið vel. Millehaugen stóð, samkvæmt frétt VG, ekki einn að morðinu á Javed, en Shahbaz Ahmed Dad, leiðtogi gengisins B-gang, var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að fyrirskipa Millehaugen að myrða Javed. Hér að neðan má horfa á viðtal sem tekið var við Millehaugen árið 2017. Millehaugen er góðvinur lögregluna og þetta ekki hans fyrsti fangelsisdómur. Hann hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir bílrán, innbrot og vopnuð rán. Hann hefur í öllum málum neitað sök. Millehaugen er sömuleiðis reyndur í fangelsisflótta en samkvæmt dómi frá árinu 2002 hefur Millehaugen flúið fangelsi minnst þrisvar áður. Hann braust út úr fangelsinu í Berg árið 1992, þar sem hann afplánaði dóm fyrir sérstaklega alvarlegt rán. Hann framdi svo fjölda rána á meðan hann var á flóttanum. Eftir að hann náðist á flóttanum var hann fluttur í fangelsið í Sarpsborg, hvaðan hann slapp í desember 1992. Í ágúst 1993 var hann dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa skotið og myrt Jon Arild Martinsen, fangavörð í Sarpsborgarfangelsinu, þegar hann flúði þaðan. Í október 2000 skilaði hann sér ekki úr dagsleyfi úr Ullersmo fangelsinu og var handtekinn aftur í júní 2001. Í júlí 2002 var hann ákærður fyrir tvær manndrápstilraunir með notkun skotvopns, eitt sérstaklega alvarlegt vopnað innbrot, tvö bílarán, fyrir að hafa rænt ýmsum vopnum, lögreglubúningi og lögreglubíl, fyrir að beita vopnum á hættulegan hátt, og fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot. Noregur Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Hinn 53 ára gamli Stig Millehaugen var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsi, þyngstu mögulegu refsingu, fyrir morðið á Mohammad „Jeddi“ Javed, leiðtoga gengisins Young Guns. Hann hefur nú afplánað tíu ár af dómnum í fangelsinu í Þrándheimi. Egil Gabrielsen fangelsisstjóri í Þrándheimi segir í samtali við fréttastofu VG að Millehaugen hafi átt að skila sér aftur klukkan þrjú að norskum tíma í dag en hafi ekki skilað sér. Stuttu eftir þrjú hafi viðvörunarbjöllur farið í gang og leit að honum hafist. Hann hefur enn ekki fundist. Gabrielsen segir að þetta sé ekki fyrsta skiptið sem Millehaugen hafi fengið að fara í dagsleyfi og þá allt gengið vel. Millehaugen stóð, samkvæmt frétt VG, ekki einn að morðinu á Javed, en Shahbaz Ahmed Dad, leiðtogi gengisins B-gang, var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að fyrirskipa Millehaugen að myrða Javed. Hér að neðan má horfa á viðtal sem tekið var við Millehaugen árið 2017. Millehaugen er góðvinur lögregluna og þetta ekki hans fyrsti fangelsisdómur. Hann hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir bílrán, innbrot og vopnuð rán. Hann hefur í öllum málum neitað sök. Millehaugen er sömuleiðis reyndur í fangelsisflótta en samkvæmt dómi frá árinu 2002 hefur Millehaugen flúið fangelsi minnst þrisvar áður. Hann braust út úr fangelsinu í Berg árið 1992, þar sem hann afplánaði dóm fyrir sérstaklega alvarlegt rán. Hann framdi svo fjölda rána á meðan hann var á flóttanum. Eftir að hann náðist á flóttanum var hann fluttur í fangelsið í Sarpsborg, hvaðan hann slapp í desember 1992. Í ágúst 1993 var hann dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa skotið og myrt Jon Arild Martinsen, fangavörð í Sarpsborgarfangelsinu, þegar hann flúði þaðan. Í október 2000 skilaði hann sér ekki úr dagsleyfi úr Ullersmo fangelsinu og var handtekinn aftur í júní 2001. Í júlí 2002 var hann ákærður fyrir tvær manndrápstilraunir með notkun skotvopns, eitt sérstaklega alvarlegt vopnað innbrot, tvö bílarán, fyrir að hafa rænt ýmsum vopnum, lögreglubúningi og lögreglubíl, fyrir að beita vopnum á hættulegan hátt, og fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot.
Noregur Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira