Myndin halaði inn 124 milljónum dollara annars staðar í heiminum þrátt fyrir að vera ekki sýnd á stórum markaðssvæðum eins og Kína og Rússlandi samkvæmt frétt Variety.
Top Gun: Maverick er fyrsta Tom Cruise kvikmyndin sem nær yfir hundrað milljón dollurum á opnunarhelginni á fjörtíu ára ferli leikarans. Á heimsvísu hefur myndin náð 248 alls milljónum í miðasölu á einni helgi.