Segir stjórnvöld senda fatlaðan bróður sinn út í opinn dauðann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2022 21:31 Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun gildir til 31. maí. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Fjölskylda fatlaðs manns frá Írak sem vísa á úr landi segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér standi honum ekki til boða þar í landi. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um eitt og hálft ár, eftir að hafa komið hingað frá Grikklandi. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki standi til að vísa barnafjölskyldum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að þar sem allir fjölskyldumeðlimir séu eldri en átján ára hafi brottvísun þeirra ekki verið dregin til baka. Fjölskyldan bjó í Grikklandi í tvö og hálft ár áður en hún kom til Íslands. „Í Grikklandi er ekki hægt að lifa eðlilegu lífi. Þar er enga vinnu að fá. Eftir að ég fékk nafnskírteini var okkur hent út og sagt að finna okkur vinnu. Það var enga vinnu að fá hjá Grikkjunum,“ segir Sajjad Hussein. Fjölskyldan sækir nú námskeið til að læra íslensku. Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun rennur út 31. maí. Einn fjölskyldumeðlima, Hussein, notast við hjólastól. Á Íslandi hefur Hussein fengið læknisþjónustu sem hann fengi ekki í Grikklandi. „Þegar hann kom hingað komst hann í vikulega sjúkraþjálfun. Hann komst til læknis og fékk umönnun. Enginn annaðist hann í Grikklandi,“ segir Sajjad, bróðir Husseins. Sajjad óttast mjög um afdrif bróður síns ef af brottvísuninni verður. „Verði hann sendur aftur til Grikklands senda þeir hann út í opinn dauðann.“ Þó fjölskyldan hafi sérstakar áhyggjur af aðstæðum í Grikklandi vegna fötlunar Husseins, segja þau ekkert líf bíða sín í Grikklandi. Hussein segist hamingjusamur hér á landi. Hann muni ekki fá viðeigandi læknisþjónustu í Grikklandi, verði hann sendur þangað.Vísir/Bjarni Systurnar Zahraa og Yasameen myndu til að mynda ekki komast í skóla, og fengju enga vinnu. Fjölskyldan er hins vegar ánægð með lífið á Íslandi og segir fólk hér á landi hafa tekið sér vel. „Ég hef komið til margra landa og hef hitt margt fólk á lífsleiðinni, en ég hef aldrei kynnst fólki eins og Íslendingum. Ég tel íslensku þjóðina vera þá bestu í heimi. Þess vegna vil ég dvelja hér,“ segir Sajjad. Auk systkinanna fjögurra býr móðir þeirra, Maysoon Al Saedi, með þeim hér á landi. Hussein bætir við: „Ég er hamingjusamur hér.“ Í myndbandsfréttinni hér að ofan sagði að fjölskyldan væri frá Íran. Hið rétta er að hún er frá Írak. Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um eitt og hálft ár, eftir að hafa komið hingað frá Grikklandi. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki standi til að vísa barnafjölskyldum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að þar sem allir fjölskyldumeðlimir séu eldri en átján ára hafi brottvísun þeirra ekki verið dregin til baka. Fjölskyldan bjó í Grikklandi í tvö og hálft ár áður en hún kom til Íslands. „Í Grikklandi er ekki hægt að lifa eðlilegu lífi. Þar er enga vinnu að fá. Eftir að ég fékk nafnskírteini var okkur hent út og sagt að finna okkur vinnu. Það var enga vinnu að fá hjá Grikkjunum,“ segir Sajjad Hussein. Fjölskyldan sækir nú námskeið til að læra íslensku. Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun rennur út 31. maí. Einn fjölskyldumeðlima, Hussein, notast við hjólastól. Á Íslandi hefur Hussein fengið læknisþjónustu sem hann fengi ekki í Grikklandi. „Þegar hann kom hingað komst hann í vikulega sjúkraþjálfun. Hann komst til læknis og fékk umönnun. Enginn annaðist hann í Grikklandi,“ segir Sajjad, bróðir Husseins. Sajjad óttast mjög um afdrif bróður síns ef af brottvísuninni verður. „Verði hann sendur aftur til Grikklands senda þeir hann út í opinn dauðann.“ Þó fjölskyldan hafi sérstakar áhyggjur af aðstæðum í Grikklandi vegna fötlunar Husseins, segja þau ekkert líf bíða sín í Grikklandi. Hussein segist hamingjusamur hér á landi. Hann muni ekki fá viðeigandi læknisþjónustu í Grikklandi, verði hann sendur þangað.Vísir/Bjarni Systurnar Zahraa og Yasameen myndu til að mynda ekki komast í skóla, og fengju enga vinnu. Fjölskyldan er hins vegar ánægð með lífið á Íslandi og segir fólk hér á landi hafa tekið sér vel. „Ég hef komið til margra landa og hef hitt margt fólk á lífsleiðinni, en ég hef aldrei kynnst fólki eins og Íslendingum. Ég tel íslensku þjóðina vera þá bestu í heimi. Þess vegna vil ég dvelja hér,“ segir Sajjad. Auk systkinanna fjögurra býr móðir þeirra, Maysoon Al Saedi, með þeim hér á landi. Hussein bætir við: „Ég er hamingjusamur hér.“ Í myndbandsfréttinni hér að ofan sagði að fjölskyldan væri frá Íran. Hið rétta er að hún er frá Írak.
Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
„Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25
Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35