Jónatan Ingi var þarna að skora í öðrum leiknum í röð en framherjinn hefur alls skorað þrjú mörk í þeim níu leikjum sem hann hefur spilað fyrir Sogndal frá því hann kom frá FH í vor.
Valdimar Þór Ingimundarson lék allan leikinn fyrir Sogndal líkt og Jónatan Ingi. Hörður Ingi Gunnarsson var hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Sogndal situr í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig eftir níu leiki en liðið er einu stigi frá sæti sem getur þátttökurétt í umspili um laust sæti í efstu deild.