Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. maí 2022 08:01 Lögreglumaður úðar táragasi á stuðningsmann Liverpool sem svarar með því að sýna honum fingurinn. Matthias Hangst/Getty Images Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. Liverpool og Real Madrid áttust þá við í stærsta leik ársins þar sem Madrídingar fögnuðu sínum fjórtánda Evrópumeistaratitli í sögunni eftir 1-0 sigur. Þrátt fyrir að leikurinn hafi að mestu farið friðsamlega fram og verið hin mesta skemmtun þá er aðra sögu að segja af því sem gekk á fyrir utan leikvanginn áður en leikurinn hófst. Gríðarlega langar raðir mynduðust fyrir utan völlinn, einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjótast inn á leikvanginn og lögregla beitti táragasi á stuðningsmenn Liverpool. Af þessum sökum tafðist leikurinn umtalsvert. Upphaflega átti hann að hefjast klukkan 19:00 en þar sem að stór hluti stuðningsmanna Liverpool hafði ekki enn komist í stúkuna var honum seinkað um 36 mínútur. Upphaflega útskýring evrópska knattspyrnusambandsins UEFA á seinkuninni var sú að stuðningsmenn Liverpool höfðu ekki skilað sér á völlinn á tilsettum tíma. Samkvæmt UEFA var leiknum seinkað vegna þess að stuðningsmenn Liverpool skiluðu sér ekki á völlinn á tilsettum tíma.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Ef marka má hinar ýmsu færslur á samfélagsmiðlinum Twitter þá var það hins vegar alls ekki raunin. Margir stuðningsmenn Liverpool voru mættir tveimur til þremur tímum fyrir leik, en biðu enn í röð þegar klukkan sló sjö og upphaflegi leiktíminn gekk í garð. Á Twitter má sjá marga fótboltaspekúlanta tala um algjört skipulagsleysi af hálfu UEFA og þegar þessir blóðheitu stuðningsmenn Liverpool reyndu að komast inn á völlinn greip lögrelan á svæðinu til þess ráðs að beita piparúða eða táragasi til að róa lýðinn. Liverpool fans have been teargassed by French police outside the stadium. #UCLfinal pic.twitter.com/6Pa5hK7thm— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 28, 2022 UEFA hefur hins vegar svarað þessum ásökunum um algjört skipulagsleysi og segir að snúningshliðin sem fólk fer í gegnum á leið sinni á völlinn hafi stíflast sökum þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool hafi reynt að nota falsaða miða. „Áður en leikurinn hófst stífluðust snúningshliðin þar sem stuðningsmenn Liverpool gengu inn vegna þess að þúsundir stuðningsmanna höfðu keypt falsaða miða sem virkuðu ekki í hliðunum,“ stóð í yfirlýsingu UEFA. „Þetta varð til þess að stuðningsmönnum sem voru að reyna að komast inn fjölgaði gífurlega og sökum þess var leiknum seinkað um 35 mínútur til að hleypa eins mörgum stuðningsmönnum með alvöru miða og hægt var inn á völlinn.“ „Þegar fjöldi stuðningsmanna hélt áfram að aukast eftir að leikurinn hófst notaði lögreglan táragas til að dreifa mannfjöldanum og þvinga hann frá leikvangnum.“ „UEFA finnur til með þeim sem urðu fyrir þessum atburðum og mun skoða þetta mál nánar með frönsku lögreglunni og yfirvöldum, sem og franska knattspyrnusambandinu.“ Hundreds of fans pouring through Gate Y just now. Presumably all have tickets. You can taste the tear gas in the air. #UCLfinal pic.twitter.com/tbLzVVUJ8h— Matt Pearson (@thisismpearson) May 28, 2022 Knattspyrnufélagið Liverpool sendi svo frá sér sína eigin tilkynningu á meðan leik stóð þar sem kallað var eftir formlegri rannsókn á því sem fór úrskeiðis. Á opinberri heimasíðu félagsins birtist stuttorð yfirlýsing þar sem Liverpool lýsir vonbrigðum sínum yfir því hvernig tekið var á málunum og kallar svo eftir formlegri rannsókn. „Við höfum formlega óskað eftir rannsókn á orsökum þessara óviðunandi mála,“ segir í yfirlýsingunni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Liverpool og Real Madrid áttust þá við í stærsta leik ársins þar sem Madrídingar fögnuðu sínum fjórtánda Evrópumeistaratitli í sögunni eftir 1-0 sigur. Þrátt fyrir að leikurinn hafi að mestu farið friðsamlega fram og verið hin mesta skemmtun þá er aðra sögu að segja af því sem gekk á fyrir utan leikvanginn áður en leikurinn hófst. Gríðarlega langar raðir mynduðust fyrir utan völlinn, einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjótast inn á leikvanginn og lögregla beitti táragasi á stuðningsmenn Liverpool. Af þessum sökum tafðist leikurinn umtalsvert. Upphaflega átti hann að hefjast klukkan 19:00 en þar sem að stór hluti stuðningsmanna Liverpool hafði ekki enn komist í stúkuna var honum seinkað um 36 mínútur. Upphaflega útskýring evrópska knattspyrnusambandsins UEFA á seinkuninni var sú að stuðningsmenn Liverpool höfðu ekki skilað sér á völlinn á tilsettum tíma. Samkvæmt UEFA var leiknum seinkað vegna þess að stuðningsmenn Liverpool skiluðu sér ekki á völlinn á tilsettum tíma.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Ef marka má hinar ýmsu færslur á samfélagsmiðlinum Twitter þá var það hins vegar alls ekki raunin. Margir stuðningsmenn Liverpool voru mættir tveimur til þremur tímum fyrir leik, en biðu enn í röð þegar klukkan sló sjö og upphaflegi leiktíminn gekk í garð. Á Twitter má sjá marga fótboltaspekúlanta tala um algjört skipulagsleysi af hálfu UEFA og þegar þessir blóðheitu stuðningsmenn Liverpool reyndu að komast inn á völlinn greip lögrelan á svæðinu til þess ráðs að beita piparúða eða táragasi til að róa lýðinn. Liverpool fans have been teargassed by French police outside the stadium. #UCLfinal pic.twitter.com/6Pa5hK7thm— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 28, 2022 UEFA hefur hins vegar svarað þessum ásökunum um algjört skipulagsleysi og segir að snúningshliðin sem fólk fer í gegnum á leið sinni á völlinn hafi stíflast sökum þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool hafi reynt að nota falsaða miða. „Áður en leikurinn hófst stífluðust snúningshliðin þar sem stuðningsmenn Liverpool gengu inn vegna þess að þúsundir stuðningsmanna höfðu keypt falsaða miða sem virkuðu ekki í hliðunum,“ stóð í yfirlýsingu UEFA. „Þetta varð til þess að stuðningsmönnum sem voru að reyna að komast inn fjölgaði gífurlega og sökum þess var leiknum seinkað um 35 mínútur til að hleypa eins mörgum stuðningsmönnum með alvöru miða og hægt var inn á völlinn.“ „Þegar fjöldi stuðningsmanna hélt áfram að aukast eftir að leikurinn hófst notaði lögreglan táragas til að dreifa mannfjöldanum og þvinga hann frá leikvangnum.“ „UEFA finnur til með þeim sem urðu fyrir þessum atburðum og mun skoða þetta mál nánar með frönsku lögreglunni og yfirvöldum, sem og franska knattspyrnusambandinu.“ Hundreds of fans pouring through Gate Y just now. Presumably all have tickets. You can taste the tear gas in the air. #UCLfinal pic.twitter.com/tbLzVVUJ8h— Matt Pearson (@thisismpearson) May 28, 2022 Knattspyrnufélagið Liverpool sendi svo frá sér sína eigin tilkynningu á meðan leik stóð þar sem kallað var eftir formlegri rannsókn á því sem fór úrskeiðis. Á opinberri heimasíðu félagsins birtist stuttorð yfirlýsing þar sem Liverpool lýsir vonbrigðum sínum yfir því hvernig tekið var á málunum og kallar svo eftir formlegri rannsókn. „Við höfum formlega óskað eftir rannsókn á orsökum þessara óviðunandi mála,“ segir í yfirlýsingunni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34