Klopp hefur áhyggjur af grasinu: „Vona að enginn skrifi um að Klopp sé að væla yfir vellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2022 09:01 Jürgen Klopp fylgist með æfingu sinna manna á nýja grasinu. Matthias Hangst/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist hafa áhyggjur af ástandinu á grasinu á Stade de France þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld þegar Liverpool mætir Real Madrid. Hann gerir sér þó grein fyrir því að það hafi áhrif á bæði lið og vonar að fólk haldi ekki að hann sé að væla yfir vellinum. Eins og var greint frá hér á Vísi í gærkvöldi var nýtt gras lagt á völlinn í vikunni. Það hefur því ekki fengið mikinn tíma til að jafna sig og Klopp segir að það gæti verið slæmt fyrir leikinn. „Yfirleitt þegar ég segi að völlurinn líti út eins og ný þá eru það góðar fréttir,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „En völlurinn er nýr síðan í gær og það eru ekki bestu fréttirnar. En það hefur jafn mikil áhrif á bæði liðin.“ Hann segir að þó að grasið sé splunkunýtt hafi það ekki áhrif á æfingaáætlun liðsins. „Við æfum eins og venjulega. Þetta er okkar stóra stund á tímabilinu. Ég sá dómarana taka sína æfingu og boltinn skoppar eðlilega. Maður getur samt séð línurnar í vellinum og það er ekki eðlilegt.“ „Einhverjum þótti það góð hugmynd að koma með völlinn deginum fyrir leikinn - það er áhugavert. En þetta hafði ekki áhrif á tilfinningu mína fyrir leiknum. Við hefðum spilað þennan leik á petanque-velli. Ef bæði lið eru sátt þá er ég sáttur.“ Þrátt fyrir að stærsti leikur ársins sé framundan hjá Klopp og hans mönnum þá var stutt í grínið hjá Þjóðverjanum og hann sagðist vona að enginn myndi skrifa grein um að hann væri að væla yfir vellinum. „Ég vona að enginn skrifi grein um að Klopp sé að væla yfir vellinum. Ég er ekki að því. Þetta gæti bara verið aðeins öðruvísi,“ sagði Klopp að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Eins og var greint frá hér á Vísi í gærkvöldi var nýtt gras lagt á völlinn í vikunni. Það hefur því ekki fengið mikinn tíma til að jafna sig og Klopp segir að það gæti verið slæmt fyrir leikinn. „Yfirleitt þegar ég segi að völlurinn líti út eins og ný þá eru það góðar fréttir,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „En völlurinn er nýr síðan í gær og það eru ekki bestu fréttirnar. En það hefur jafn mikil áhrif á bæði liðin.“ Hann segir að þó að grasið sé splunkunýtt hafi það ekki áhrif á æfingaáætlun liðsins. „Við æfum eins og venjulega. Þetta er okkar stóra stund á tímabilinu. Ég sá dómarana taka sína æfingu og boltinn skoppar eðlilega. Maður getur samt séð línurnar í vellinum og það er ekki eðlilegt.“ „Einhverjum þótti það góð hugmynd að koma með völlinn deginum fyrir leikinn - það er áhugavert. En þetta hafði ekki áhrif á tilfinningu mína fyrir leiknum. Við hefðum spilað þennan leik á petanque-velli. Ef bæði lið eru sátt þá er ég sáttur.“ Þrátt fyrir að stærsti leikur ársins sé framundan hjá Klopp og hans mönnum þá var stutt í grínið hjá Þjóðverjanum og hann sagðist vona að enginn myndi skrifa grein um að hann væri að væla yfir vellinum. „Ég vona að enginn skrifi grein um að Klopp sé að væla yfir vellinum. Ég er ekki að því. Þetta gæti bara verið aðeins öðruvísi,“ sagði Klopp að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira