Mané gefur svar um framtíðina eftir úrslitaleikinn: „Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 22:00 Sadio Mané á eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool, segir að hann muni gefa „sérstakt“ svar um framtíð sína hjá félaginu eftir leik liðsins gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Samningur Mané við Liverpool rennur út eftir næsta tímabil og því hafa margir velt framtíð leikmannsinns fyrir sér. Stórlið á borð við Bayern München og Barcelona eru sögð hafa mikinn áhuga á þessum þrítuga Senegala. Stuðningsmenn og forráðamenn Liverpool eru hins vega vongóðir um að leikmaðurinn skrifi undir nýjan samning við félagið eftir að hann gaf það í skyn á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn fyrr í dag. „Ég held að svarið sem ég get gefið ykkur núna er að mér líður mjög vel,“ sagði Mané. „Núna er ég að einbeita mér að leiknum og þetta er svarið sem ég verð að gefa ykkur fyrir úrslitaleikinn. En komið aftur til mín eftir leikinn á laugardaginn og ég gef ykkur klárlega besta svarið sem þið viljið heyra. Það er sérstakt. Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá.“ Eins og áður segir er Mané orðinn þrítugur, en hann segist leggja sig allan fram á hverjum degi til að bæta sig með aldrinum. „Ég elska það sem ég geri og ég fórna mér á hverjum einasta degi. Ég legg hart að mér á hverjum einasta degi, bæði á vellinum og á æfingasvæðinu, og ég er að verða betri og betri. Það er það sem skiptir mestu máli. Ég er að reyna mitt besta til að hjálpa liðinu.“ Segir að Madrídingar hafi átt sigurinn skilinn fyrir fjórum árum Mané var einnig spurður að því hvernig hann myndi bregðast við ef lið eins og Real Madrid myndi setja sig í samband við hann, en lið utan Englands mega hefja viðræður við þennan eftirsótta leikmann í janúar á næsta ári. Leikmaðurinn reyndi þó að forðast það að tala um framtíðina eins og hann gat og vildi frekar einbeita sér að leiknum sem framundan er. „Góð spurning, en það sem ég vil segja á þessari stundu er að ég er bara að einbeita mér að Meistaradeildinni og að vinna hana. Það er miklu mikilvægara fyrir mig og stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Mané. „Ég mun gera allt sem ég mögulega get til að vinna þennan leik fyrir Liverpool. Ég held að við séum allir búnir að gleyma því sem gerðist 2018. Real Madrid var klárlega betra liðið og þeir áttu skilið að vinna. En á morgun er þetta allt annar leikur,“ sagði Mané að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira
Samningur Mané við Liverpool rennur út eftir næsta tímabil og því hafa margir velt framtíð leikmannsinns fyrir sér. Stórlið á borð við Bayern München og Barcelona eru sögð hafa mikinn áhuga á þessum þrítuga Senegala. Stuðningsmenn og forráðamenn Liverpool eru hins vega vongóðir um að leikmaðurinn skrifi undir nýjan samning við félagið eftir að hann gaf það í skyn á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn fyrr í dag. „Ég held að svarið sem ég get gefið ykkur núna er að mér líður mjög vel,“ sagði Mané. „Núna er ég að einbeita mér að leiknum og þetta er svarið sem ég verð að gefa ykkur fyrir úrslitaleikinn. En komið aftur til mín eftir leikinn á laugardaginn og ég gef ykkur klárlega besta svarið sem þið viljið heyra. Það er sérstakt. Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá.“ Eins og áður segir er Mané orðinn þrítugur, en hann segist leggja sig allan fram á hverjum degi til að bæta sig með aldrinum. „Ég elska það sem ég geri og ég fórna mér á hverjum einasta degi. Ég legg hart að mér á hverjum einasta degi, bæði á vellinum og á æfingasvæðinu, og ég er að verða betri og betri. Það er það sem skiptir mestu máli. Ég er að reyna mitt besta til að hjálpa liðinu.“ Segir að Madrídingar hafi átt sigurinn skilinn fyrir fjórum árum Mané var einnig spurður að því hvernig hann myndi bregðast við ef lið eins og Real Madrid myndi setja sig í samband við hann, en lið utan Englands mega hefja viðræður við þennan eftirsótta leikmann í janúar á næsta ári. Leikmaðurinn reyndi þó að forðast það að tala um framtíðina eins og hann gat og vildi frekar einbeita sér að leiknum sem framundan er. „Góð spurning, en það sem ég vil segja á þessari stundu er að ég er bara að einbeita mér að Meistaradeildinni og að vinna hana. Það er miklu mikilvægara fyrir mig og stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Mané. „Ég mun gera allt sem ég mögulega get til að vinna þennan leik fyrir Liverpool. Ég held að við séum allir búnir að gleyma því sem gerðist 2018. Real Madrid var klárlega betra liðið og þeir áttu skilið að vinna. En á morgun er þetta allt annar leikur,“ sagði Mané að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira