„Litum aldrei á hann sem miðjumann“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. maí 2022 07:01 Fabinho er einn af mikilvægustu leikmönnum Liverpool. vísir/Getty Uppgangur brasilíska miðjumannsins Fabinho er stórmerkilegur en hann er í dag lykilmaður í öflugu liði Liverpool sem mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina. Fabinho var eitt sinn á mála hjá Real Madrid og hefur tími hans hjá spænska stórveldinu verið rifjaður upp í tengslum við stórleik helgarinnar. Átján ára gamall var Fabinho lánaður til Real Madrid frá portúgalska smáliðinu Rio Ave. Ansi merkileg félagaskipti þá sérstaklega í ljósi þess að Fabinho var nýbúinn að skrifa undir sex ára samning við portúgalska félagið. Fabinho hafði verið fenginn til Rio Ave frá heimalandi sínu þar sem hann hafði þó aldrei spilað aðalliðsleik. Leikmannahópur Rio Ave þetta tímabilið var ansi áhugaverður þar sem liðið hafði innanborðs markverðina Jan Oblak og Ederson sem í dag eru tveir af bestu markmönnum heims. Hvað um það. 18 ára gamall Fabinho var sendur til spænska stórliðsins Real Madrid á láni tímabilið 2012/2013 þar sem hann lék þó aðallega með varaliði félagsins, Real Madrid Castilla. Fabinho (lengst til vinstri) var á mála hjá Real Madrid í eitt ár.vísir/Getty „Hann var mjög feiminn en ég var fljótur að sjá að hann hefði hæfileika,“ segir Alberto Toril, sem þjálfaði Castilla þetta tímabil. „Þegar hann kom til okkar var hann í undarlegri leikstöðu miðað við hvaða týpa af fótboltamanni hann er. Hann spilaði sem hægri bakvörður með alla sína 190 sentimetra,“ segir Toril. Fabinho þykir í dag einn allra besti varnarsinnaði miðjumaður heims en í þeirri stöðu í varaliði Real Madrid þetta tímabil var landi hans sem hefur sannarlega fest sig í sessi hjá Real Madrid, sjálfur Casemiro. Eins og Toril bendir á var enginn að spá í því að Fabinho gæti spilað sem miðjumaður. „Hann spilaði stundum sem miðvörður en aldrei sem miðjumaður. Það leit enginn á hann sem miðjumann á þessum tíma þó við værum ekki alveg vissir hver hans framtíðar leikstaða væri,“ segir Toril. Sem bakvörður fékk Fabinho þó eitt tækifæri með aðalliði Real Madrid þar sem þáverandi stjóri liðsins, Jose Mourinho, gaf honum einn leik í La Liga í 6-2 sigri á Malaga. Eins og fyrr segir hafði Fabinho gert langtímasamning við Rio Ave í Portúgal en hann spilaði þó aldrei leik fyrir það félag. Eftir tíma sinn hjá Real Madrid gekk hann í raðir Monaco, fyrst sem lánsmaður og síðar var hann keyptur. Þar átti hann hægt og rólega eftir að þróast yfir í þann öfluga miðjumann sem Liverpool lagði mikið á sig til að klófesta sumarið 2018. Óvíst er með þátttöku Fabinho í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Þó eru taldar meiri líkur en minni á að hann spili. Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Fabinho var eitt sinn á mála hjá Real Madrid og hefur tími hans hjá spænska stórveldinu verið rifjaður upp í tengslum við stórleik helgarinnar. Átján ára gamall var Fabinho lánaður til Real Madrid frá portúgalska smáliðinu Rio Ave. Ansi merkileg félagaskipti þá sérstaklega í ljósi þess að Fabinho var nýbúinn að skrifa undir sex ára samning við portúgalska félagið. Fabinho hafði verið fenginn til Rio Ave frá heimalandi sínu þar sem hann hafði þó aldrei spilað aðalliðsleik. Leikmannahópur Rio Ave þetta tímabilið var ansi áhugaverður þar sem liðið hafði innanborðs markverðina Jan Oblak og Ederson sem í dag eru tveir af bestu markmönnum heims. Hvað um það. 18 ára gamall Fabinho var sendur til spænska stórliðsins Real Madrid á láni tímabilið 2012/2013 þar sem hann lék þó aðallega með varaliði félagsins, Real Madrid Castilla. Fabinho (lengst til vinstri) var á mála hjá Real Madrid í eitt ár.vísir/Getty „Hann var mjög feiminn en ég var fljótur að sjá að hann hefði hæfileika,“ segir Alberto Toril, sem þjálfaði Castilla þetta tímabil. „Þegar hann kom til okkar var hann í undarlegri leikstöðu miðað við hvaða týpa af fótboltamanni hann er. Hann spilaði sem hægri bakvörður með alla sína 190 sentimetra,“ segir Toril. Fabinho þykir í dag einn allra besti varnarsinnaði miðjumaður heims en í þeirri stöðu í varaliði Real Madrid þetta tímabil var landi hans sem hefur sannarlega fest sig í sessi hjá Real Madrid, sjálfur Casemiro. Eins og Toril bendir á var enginn að spá í því að Fabinho gæti spilað sem miðjumaður. „Hann spilaði stundum sem miðvörður en aldrei sem miðjumaður. Það leit enginn á hann sem miðjumann á þessum tíma þó við værum ekki alveg vissir hver hans framtíðar leikstaða væri,“ segir Toril. Sem bakvörður fékk Fabinho þó eitt tækifæri með aðalliði Real Madrid þar sem þáverandi stjóri liðsins, Jose Mourinho, gaf honum einn leik í La Liga í 6-2 sigri á Malaga. Eins og fyrr segir hafði Fabinho gert langtímasamning við Rio Ave í Portúgal en hann spilaði þó aldrei leik fyrir það félag. Eftir tíma sinn hjá Real Madrid gekk hann í raðir Monaco, fyrst sem lánsmaður og síðar var hann keyptur. Þar átti hann hægt og rólega eftir að þróast yfir í þann öfluga miðjumann sem Liverpool lagði mikið á sig til að klófesta sumarið 2018. Óvíst er með þátttöku Fabinho í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Þó eru taldar meiri líkur en minni á að hann spili.
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira