Erlent

Ellefu nýburar fórust í eldsvoða

Bjarki Sigurðsson skrifar
Borgin Tivaouane er staðsett rétt hjá höfuðborginni Dakar.
Borgin Tivaouane er staðsett rétt hjá höfuðborginni Dakar. Luis Dafos/Getty

Ellefu nýfædd börn létu lífið í eldsvoða á spítala í senegölsku borginni Tivaouane í nótt. Ekki er vitað hver upptök eldsins voru.

CNN greinir frá en heilbrigðisráðuneyti Senegal sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem greint er frá því að neyðarviðbragðsáætlun hafi verið sett í gang og verið væri að gera ráðstafanir til að aðstoða fjölskyldur barnanna.

Alls voru fjórtán nýburar á spítalanum þegar eldurinn kviknaði en það náðist einungis að bjarga þremur þeirra.

Forseti Senegal, Macky Sall, vottaði mæðrum og fjölskyldum barnanna samúð sína í Twitter-færslu sem hann birti í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×